Fyrir rúmum mánuði er ég var að prófa nokkra ísnagla sem ég hafði skrúfað í dekkið þá gerðist það sem maður óttast mest, það heyrðist smellur í mótor og ég var stopp, en Pétur vinur minn kom sem fyrri daginn og reddaði mér heim. Það var svo ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum að ég hafði skap í mér að rífa mótorinn og skoða hversu slæmt tjónið væri, og það var slæmt. Tímakeðjan slitinn (í fjórum hlutum) keðjustrekkjarinn og strýringar í molum brotnir boltar, svarf um allt og bognir ventlar.
Til að vera viss um að allt verði í lagi var mér ráðlagt að rífa allan mótorinn og skipta um legur og hringi, og þá fer nú varahlutalistinn að lengast. Minnugur þess að hafa keypt varahluti í KTM á íslandi og komist að því að þeir kostuðu mikið meira heldur en hægt er að fá þá á netinu ákvað ég að gera tilraun til að kaupa beint hjá KTM world sem eru staddir í Georgíu og fá pakkann með Þórunni þegar hún kemur heim. Að panta gekk vel og ég greiddi með Visa en ekki paypal og vona að ég hafi ekki tekið of mikla áhættu með því. Gott væri að fá álit á þessu.
Björtustu vonir eru að það takist að koma þessu saman um miðjan maí.
Þetta er mikil áskorun fyrir mig þar sem ég hef aldrei rifið mótor svona gjörsamlega í spað einn heldur bara með öðrum og það eru 30 ár síðan. Bara vonandi að getan sé í samræmi við kjarkinn.
8. apríl 2007
1. apríl 2007
27. mars 2007
Komin í hús........
Já nýja vélin kom í hús í gær, fór og keypti eitt stk Gorenja uppþvottavél eftir mikla leit okkar hjóna, held bara að við höfum farið á alla staði um helgina til að skoða úrvalið, sem er gífurlega mikið. Verðið er á bilinu 35.000 til 200.000 (ekki samt gullslegin)ef ég ætti skítnóg af peningum þá mundi ég kannski kaupa svo dýra vél. Nú er gripurinn kominn á sinn stað en það á eftir að kaupa hurð og setja sökkulinn undir, þetta verður allt orðið klárt um páskana, vonandi.
Hvað er með þetta veður?? Ég veit að við búum á hjara veraldar en kom on - brjáluð hálka í morgun og snjókoma svona eins og maður vill fá á jólunum ekki í mars. Bíð með óþreyju eftir sumrinu!
Er á kafi að skrifa ritgerð um Röddina eftir Arnald Indriðason, hrikalega spennandi bók, þið verðið að lesa hana.
Skyldan kallar-(ritgerðin)
Þangað til næst....amma kveðjur.
Hvað er með þetta veður?? Ég veit að við búum á hjara veraldar en kom on - brjáluð hálka í morgun og snjókoma svona eins og maður vill fá á jólunum ekki í mars. Bíð með óþreyju eftir sumrinu!
Er á kafi að skrifa ritgerð um Röddina eftir Arnald Indriðason, hrikalega spennandi bók, þið verðið að lesa hana.
Skyldan kallar-(ritgerðin)
Þangað til næst....amma kveðjur.
21. mars 2007
Hvað er mikilvægara en uppþvottavél?
Mikilvægasta heimilistækið á heimilinu að mínu mati er uppþvottavél.
Okkar bilaði fyrir nokkru síðan, og hefur líf mitt verið frekar niður á við eftir það. Nei kannski ekki alveg en mikið hrikalega er þetta lífsnauðsynlegt tæki, uppvask er mitt leiðinlegasta heimilisverk fyrir utan klósett þrif! Eg hef verið extra dugleg að elda því þá þarf ég ekki að vaska upp, hinir heimilismeðlimir sjá um það. Fyrst var reynt að gera við hana en það var alveg sama hvaða varahlutur var keyptur hún bara vildi ekki í gang. Þannig að nú er staðan sú að við ætlum að kaupa okkur nýja vél, og þá hófst leitin mikla!!! Hvernig vél viljum við?? Eigum við að hafa hana stál eða hvíta? Á hún að vera á sökkli eða frístandandi eins og gamla vélin? Eða á hún jafnvel að vera innbyggð og reyna að fá hurð framan á hana eins og er í innréttingunni? Í dag fór ég að skoða vélar og komst að þeirri niðurstöðu að fallegast væri að vera með innbyggða, svo nú þarf ég að fara á stúfana á morgun og ath. hvort það sé hægt að fá hurð í sama viðnum og er hjá okkur og hvað það mun kosta. Svo verður bara tengdasonurinn píndur í að setja upp sökkul og setja hurðina á ef við komum til með að kaupa þannig vél. Alltaf þegar maður fer í svona hugleiðingar langar manni að gera ennþá meira, t.d. fá sér ný eldunartæki, draumur að vera með gas, setja nýjar borðplötur (granít) og jafnvel nýjar flísar á milli skápa, pínulítið dýr smekkur!!! En vélin verður að duga í bili, ekki hægt að fara til útlanda og fríska upp á eldhúsið á sama árinu.
Endilega kvittið þegar þið kíkið í heimsókn, það eru allt of margir sem kvitta ekki!!!
Þangað til næst............amma kveður.
Okkar bilaði fyrir nokkru síðan, og hefur líf mitt verið frekar niður á við eftir það. Nei kannski ekki alveg en mikið hrikalega er þetta lífsnauðsynlegt tæki, uppvask er mitt leiðinlegasta heimilisverk fyrir utan klósett þrif! Eg hef verið extra dugleg að elda því þá þarf ég ekki að vaska upp, hinir heimilismeðlimir sjá um það. Fyrst var reynt að gera við hana en það var alveg sama hvaða varahlutur var keyptur hún bara vildi ekki í gang. Þannig að nú er staðan sú að við ætlum að kaupa okkur nýja vél, og þá hófst leitin mikla!!! Hvernig vél viljum við?? Eigum við að hafa hana stál eða hvíta? Á hún að vera á sökkli eða frístandandi eins og gamla vélin? Eða á hún jafnvel að vera innbyggð og reyna að fá hurð framan á hana eins og er í innréttingunni? Í dag fór ég að skoða vélar og komst að þeirri niðurstöðu að fallegast væri að vera með innbyggða, svo nú þarf ég að fara á stúfana á morgun og ath. hvort það sé hægt að fá hurð í sama viðnum og er hjá okkur og hvað það mun kosta. Svo verður bara tengdasonurinn píndur í að setja upp sökkul og setja hurðina á ef við komum til með að kaupa þannig vél. Alltaf þegar maður fer í svona hugleiðingar langar manni að gera ennþá meira, t.d. fá sér ný eldunartæki, draumur að vera með gas, setja nýjar borðplötur (granít) og jafnvel nýjar flísar á milli skápa, pínulítið dýr smekkur!!! En vélin verður að duga í bili, ekki hægt að fara til útlanda og fríska upp á eldhúsið á sama árinu.
Endilega kvittið þegar þið kíkið í heimsókn, það eru allt of margir sem kvitta ekki!!!
Þangað til næst............amma kveður.
19. mars 2007
Árshátíð - Afmæli
Gamla settið fór á árshátíð sl. laugardag hjá starfsmannafélagi Kópavogsbæjar og var hún haldin í Fífunni, veitti ekki af stóru húsi því 1560 manns voru þar saman komnir. Ég var nú smá efins um að hægt væri að gera þennan risa íþróttasal vinalegan, en viti menn þegar inn var komið var búið að skreyta salinn og var grænt þema. Fordrykkurinn var grænn, á skjánum sem voru risastórir voru græn norðurljós, meira að segja við innganginn voru fagurgræn tré í kerjum, spurning hvort þar væru komin tré úr Heiðmörk!
Eða var verið að segja okkur hvað við ættum að kjósa í vor??
Veislustjóri var Örn Árnason og fór hann með vel með það hlutverk, skemmtiatriðin voru allt í lagi, Lay Low stóð fyrir sínu, Vallagerðisbræður komu og sungu nokkur lög, mér fannst þeir hundleiðinlegir! Æi þarna er ég kannski full dómhörð, en eflaust eiga þeir framtíðina fyrir sér, þetta eru svo ungir drengir. Hundur í óskilum voru bestir að mínu mati, ótrúlega frjóir og skemmtilegir menn þar á ferð. Barritonsöngvari sem ég man ekki hvað heitir kom og söng, allt í lagi, er meira hrifin af tenórum :-) Sb. afi gamli!
Maturinn var MJÖG góður, humarsúpa, nautafile og súkkulaðistöff í eftirrétt.
Síðan var bara tjúttað fram á nótt og sáu Papar um að halda fólkinu í stuði.
Á sunnudeginum var svo afmæli hjá "litla bró" og að venju voru kræsingarnar svo girnilegar og miklar að veisluborðið svignaði næstum því, en með því að vera ótrúlega dugleg við að smakka á öllu þá slapp þetta nú fyrir horn! Nú þarf ég bara að eiga við samviskuna, því auðvitað sest þetta allt á maga, rass og læri!
Saknaði frænku sem er ENNÞÁ í Ammerrríku, hún fer nú sem betur fer að koma heim......... kemur um leið og farfuglarnir í apríl.
Saknaði frænku sem er ENNÞÁ í Ammerrríku, hún fer nú sem betur fer að koma heim......... kemur um leið og farfuglarnir í apríl.
Þangað til næst.....amma kveðjur.
6. mars 2007
Myndir
.jpg)
Þetta eru aðaldúllurnar mínar, ég get endalaust tekið myndir af þeim. Núna þessa dagana og vikurnar verð ég að passa Vilhelm eftir vinnu hjá mér, ég næ í hann til dagmömmunnar og hann er hjá mér þangað til pabbi hans kemur að ná í hann eða ég fer með hann heim. Hann er afskaplega góður strákur og þarf ég lítið að hafa fyrir honum. Bara að passa upp á að hann fái að borða reglulega!
Núna er hann vaknaður, fékk sér bjútíblund út í vagni, og pabbi hans alveg að koma og ná í hann og ég þarf að skreppa í hesthúsið þegar hann er farinn, svo þetta verður ekki lengra í dag.
Þangað til næst............amma kveðjur.
1. mars 2007
Flensa.......
Ekki þó fuglaflensa sem betur fer.
Húsbóndinn lá í inflúensu í 12 daga, hann fékk bakteríusýkingu upp úr flensunni sem lýsti sér sem stífluðum kinn- og ennisholum og svo voru báðar hljóðhimnurnar sprungnar hjá honum. Hann fékk dúndur penselínskammt sem hann á að taka í 7 daga. Ég hef bara aldrei séð karlinn minn svona veikann í öll þessi ár sem ég er búin að þekkja hann, sem eru nú orðin ansi mörg (24 ár). Aðrið heimilismeðlimir hafa fengið kvefpest sem er líka að ganga, kvef - hausverk - hálsbógu og almenn vanlíðan og flokkast það ekki undir inflúensu. Held að kötturinn hafi líka fengið einhverja pest því hann er búin að vera stórskrítin uppá síðkastið, meira en venjulega!
Set inn eina mynd af afa gamla í tilefni þess að hann á afmæli á morgun og vonum að allar kvefpestir sem og aðrar pestir fari nú á eitthvað annað heimili en okkar!!!
Húsbóndinn lá í inflúensu í 12 daga, hann fékk bakteríusýkingu upp úr flensunni sem lýsti sér sem stífluðum kinn- og ennisholum og svo voru báðar hljóðhimnurnar sprungnar hjá honum. Hann fékk dúndur penselínskammt sem hann á að taka í 7 daga. Ég hef bara aldrei séð karlinn minn svona veikann í öll þessi ár sem ég er búin að þekkja hann, sem eru nú orðin ansi mörg (24 ár). Aðrið heimilismeðlimir hafa fengið kvefpest sem er líka að ganga, kvef - hausverk - hálsbógu og almenn vanlíðan og flokkast það ekki undir inflúensu. Held að kötturinn hafi líka fengið einhverja pest því hann er búin að vera stórskrítin uppá síðkastið, meira en venjulega!
Set inn eina mynd af afa gamla í tilefni þess að hann á afmæli á morgun og vonum að allar kvefpestir sem og aðrar pestir fari nú á eitthvað annað heimili en okkar!!!

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)