8. mars 2013

Sultu slakur pjakkur

Ég fór í sund í gær og þegar ég kem á sturtusvæðið á leið uppúr blasir við mér lítill strákur með brúna lummu klesta í gólfið á milli hælanna. Í sömu andrá kemur sundkennarinn og tekur sér stöðu framan við strákinn og ætlar að segja eitthvað en ekkert kemur uppúr honum. Strákurinn mænir bara á hann stórum brúnum augum á meðan sturtu vatnið lemur á honum og lummunni. Eftir nokkra stund segir sundkennarinn að hann verði að þvo sér vel með sápu inní rassinn... já og fæturnar líka. Strákurinn var bara brattur og spurði hvort hann mætti koma oní þegar hann væri búinn. En það varð að bíða betri tíma því það var önnur lumma í skýlunni sem lá á gólfinu í þurrkaðstöðunni. Strákurinn hélt ró sinni allan tímann og þakkaði kurteislega fyrir þegar búið var að skola kúkinn úr skýlunni og labbaði ákveðinn til fataskápanna. Það þarf eitthvað meira en þetta smá óhapp til að koma þessum strák í ójafnvægi.