28. september 2008

Okurlandið Ísland

Skrapp til Ameríku um daginn eins og flestir vita sem þekkja mig og lesa þetta blogg. Erindið var ekki að versla heldur að hitta ættingja sem ég hafði aldrei hitt áður.
En auðvitað verslar maður þegar maður kemst í gósenlandið. Þó svo að krónan sé eins og hún er og dollarinn næstum því 100 kallinn þá var samt hagstætt að versla þarna úti. T.d. hvar á okurlandinu er hægt að kaupa Jordan tannbursta fyrir 85 kr íslenskar? Hvergi, en úti er hægt að gera reyfarkaup á tannburstum, tannkermum, sjampóum og slíku dóti svo ég tali nú ekki um fatnað og skó.
Keypti 2 stk gallabuxur og 1 stk gallapils á 45 do
llara og var þetta ekki í Wal-Mart heldur í Macys sem er frekar dýr búð að sögn innfæddra sem ég fer alltaf að versla með, keypti einnig merkjaskyrtu á karlinn á 30 dollara - nota bene hún er frá Calvin Klein og úr alveg ótrúlega góðu efni.
Hvers vegna þarf þetta að vera svona dýrt hér á landi?
Það er gömul tugga að segja að það sé vegna þess að það er svo langt að flytja allt hingað inn, í USA er allt framleitt í Kína og samkvæmt minni þekkingu í landafræði er Kína líka langt frá Ameríku. Auðvitað er Ameríka stærra land og stærri markaður þar af leiðandi en come on þetta er orðið einum of mikið af því góða hérna.

Ég væri flutt út fyrir löngu ef ég fengi karlinn með
mér en því miður er hann ekki jafn hrifinn af Ameríku og ég :-(

Eins og mér finnst þeir frábærir þá geta þeir líka verið dulítið klikk stundum. Allar búðir voru að fyllast af Holloween búningum og skreytingum, margt alveg hrikalega flott og hefði sko alveg getað fyllt stóra tösku af alls konar dóti. Hefði getað dressað alla fjölskylduna og þá meina ég alla fjölskylduna upp í búninga, það hefði nú verið mjög skondið hehehehe. Þeir selja meira að segja búninga á dýrin sín, sé ekki alveg heimilisköttinn í anda í búningi þó að heimasætan hafi nú stundum klætt hann í dúkkuföt.

Hann liti sem sagt svona út ef ég hefði keypt handa honum dress.

9. september 2008

Svín á mörgum stöðum


Auglýsingin sem ÁTVR auglýsir svo snilldarlega í tívíinu þar sem fólk hefur breyst í svín er algjör snilld. Mér datt hún í hug þegar ég lenti í smá atviki í umferðinni í dag, Umferðaráð ætti að taka upp slíkar auglýsingar þar sem fólk breytist í algjört svín þegar það sest undir stýri.

Atvikið varð í Kópavogi í dag þar sem ég var að keyra í vestur hlutanum og var ég að beygja inn á Kársnesbrautina, í töluverði fjarlægð var að koma bíll á móti en ég taldi mig ekkert vera að svína í veg fyrir bílinn enda er ég með afbrigðum varkár ökumaður, nú þegar bílinn keyrir svo fram hjá mér þá flautar gellan sem sat undir stýri og gaf mér LÖNGUTÖNG, mér varð svo um að ég kom bara ekki upp orði.

Vinkona Tinnu sat fram í hjá mér og var hún alveg jafn hissa á viðbrögðum hins ökumannsins sem nota bene var á svínslegum hraða, já ég bara varð kjaftstopp.

Ótrúlegt hvað fólk getur breyst í mikil svín við ótrúlegustu aðstæður.

Þangað til næst..............amma kveður.