9. september 2008

Svín á mörgum stöðum


Auglýsingin sem ÁTVR auglýsir svo snilldarlega í tívíinu þar sem fólk hefur breyst í svín er algjör snilld. Mér datt hún í hug þegar ég lenti í smá atviki í umferðinni í dag, Umferðaráð ætti að taka upp slíkar auglýsingar þar sem fólk breytist í algjört svín þegar það sest undir stýri.

Atvikið varð í Kópavogi í dag þar sem ég var að keyra í vestur hlutanum og var ég að beygja inn á Kársnesbrautina, í töluverði fjarlægð var að koma bíll á móti en ég taldi mig ekkert vera að svína í veg fyrir bílinn enda er ég með afbrigðum varkár ökumaður, nú þegar bílinn keyrir svo fram hjá mér þá flautar gellan sem sat undir stýri og gaf mér LÖNGUTÖNG, mér varð svo um að ég kom bara ekki upp orði.

Vinkona Tinnu sat fram í hjá mér og var hún alveg jafn hissa á viðbrögðum hins ökumannsins sem nota bene var á svínslegum hraða, já ég bara varð kjaftstopp.

Ótrúlegt hvað fólk getur breyst í mikil svín við ótrúlegustu aðstæður.

Þangað til næst..............amma kveður.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta var EKKI ég
kv berglind

Nafnlaus sagði...

jæja mamma! Ég ætla að vona að vín hafi ekki breytt þér í svín í gullbrúðkaupinu.... hahahaha! Án efa ertu að skemmta þér vel í ameríkunni og án efa ertu að versla fullt... váááá vottur af öfund.
Kveðja þín dóttir sem situr alltaf föst á klakanum og bíður eftir að verða boðið út til Ameríku...