Það ber alltaf meira og meira á því að konur vilja ekki telja sig vera menn. Eru þær að reyna að greina sig sem sér dýrategund? Ég vil halda mig við að konur séu menn, við erum með karl-menn og kven-menn og þetta fólk vinnur og fær starfsheitið þingmaður eða lögreglumaður. Mér dettur ekki í hug að þingmaður sé karlmaður frekar en kvenmaður.
Það er engin þörf fyrir að vera með sér starfsheiti eftir því hvort það er karl eða kona sem sinnir verkinu. Það þarf að breyta starfsheitum þar sem orðið kona eða karl kemur fyrir af augljósum ástæðum og er sennilega búið að því.
Karlkyns flugfreyjur voru kallaðir Skafti til skamms tíma af gárungunum. Ég kann betur við að kalla konu sem stjórnar skrifstofustarfi skrifstofustjóra en skrifstofustýru. Samkvæmt þessu ættum við að hafa fengið Borgarstýru í gær.
Konur!!!, verið bara brattar með að vera menn.
22. ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Á ekkert að fara að blogga??? Hehehehe hefna mín.
Kv. Tinna
Skrifa ummæli