30. ágúst 2009

Sjófiskabúr

 
Ein fiskvinnslan hér er með lifandi fiska í búri. Humar og þá helstu fiska sem hægt er að fá á litlu dýpi og sjómennirnir eru duglegir að koma með lifandi skeljar og fl. Þetta vekur mikla athygli. Það komu sérfræðingar frá Swakopmund og fræddu þá sem eiga búrið um að þessir fiskar þyrftu 36kg af fiski á dag. Gott hjá þeim að uppfræða þá sem eru minna lærðir í sjávarlíffræði. En þeir voru samt ekki svo vitlausir að fara eftir ráðleggingunum, og gáfu þeim tvö flök annan hvern dag. Kannski verið einhver kommuvitleysa og átt að vera 360 grömm?? Búrið með öllu kostaði 600 þúsund kall íslenskar og það er endurnýjaður sjórinn 1x viku að hálfu leyti. kveðja afi
Posted by Picasa

Hér fara menn í gegnum veggi


Þetta blasti við mér þegar ég var á leið í vinnuna í morgun. Þetta er vinnubíll og voru tveir í honum. Um þar síðustu helgi var annar bíll sem fór í gegnum vegg í Meersig sem er íbúðarhverfi. Of mikill hraði almennt drukkið undir stýri er helsta skýringin á þessum fyrirbærum. Auk þess voru þeir ekki í beltum og það sást móta fyrir hausunum af þeim í framrúðunni. Þetta er afríka!

17. ágúst 2009

Minni en köttur

 
Posted by Picasa

Jarðíkornar Namibía


Flottir og við tjaldstæðið okkar sem var við vatnsbólið. Smellið á myndina.....

11. ágúst 2009

Berar Himbakonur á markaði

Á leiðinni frá Etosha þá stoppuðum við í Otjo en þar var markaður með handunnar vörur. sölukonurnar voru berar að hætti Himba og makaðar kúafitu og leir frá toppi til táar auðvitað hárið líka. Guðrún og Sigrún fóru á undan og ég kom nokkru seinna og með vídeóið. Um leið og ég mæti þá verða kerlingarnar alveg brjálaðar og ein þeirra ríkur á fætur og vill fá vélina skoða í hana og segir að það sé bannað að taka myndir, vill pening og frussar og stappar niður löppunum eins og reið rolla, hinar taka undir. Ég sagði henni að hún fengi engan pening hjá mér en ég gæti gefið henni koss og setti stóran stút á varirnar. Hún var svo hissa að hún kom ekki upp orði og hinar kellurnar fóru að skelli hlægja. Eftir nokkrar mínútur var hún risinn á fætur aftur og reyndi að vera verri en í fyrsta skiptið en náði því ekki því það var efsta stig, og þá var kominn tími til að fara og vorum við ellt alla leið í bílinn. Það var fegins tilfinning að aka af stað. kveðja, afi.....vill einhver sjá myndir? Ath/ til að skoða myndir þá þarf að klikka á fyrirsögnina engin ber bjóst á þessa síðu.....

6. ágúst 2009

Kalt á nóttunni

Ég var að sækja vörur á trésmíðaverkstæði sem við verslum við og meðan verið var að hlaða bílinn þá spjallaði ég við vinnumanninn sem var á pallinum um veðrið. Hann sagði að það væri kalt í gettóinu núna yfir nóttina. Ég sagði honum að þá væri nú gott að hafa feita konu til að halda bólinu heitu. Hann hugsaði nokkra stund og sagði að til þess að eiga feita konu þá þarf maður að eiga pening og það var einmitt vandamálið hann átti ekki pening, hvorki til að fita kellu eða fyrir rafmagni til að kynda. Það má bæta því við að almennt eru ekki hituð húsin hér þótt menn eigi pening, en hér er lenska að kvarta pínu.