25. nóvember 2009

Ódýrir farsímar eru hættulegir

Aðeins meira um farsíma hér í Namibíu. Ég var þeirrar skoðunar að með því að kaupa ódýrann farsíma þá væri ekki mikill áhugi að stela honum og ég væri þar með öruggari með ódýrustu gerð ganvart glæpum. En það var ekki reynsla borgara í Windhoek, þjófarnir misþyrmdu fórnarlambi sínu þegar þeir komust að því að síminn sem þeir höfðu stolið af honum var bara ódýr sími eins og ég á. Hvað á maður að gera, hvað hefðu þeir gert ef hann hefði verið símalaus? Kveðja afi......

23. nóvember 2009

Farsíminn efstur á blaði

Var að tala við félaga minn hér á svæðinu, sagði hann mér af vinnumanni sem hefur verið hjá honum í 8 ár uppá hvern virkann dag, en þeir eru tveir í fyrirtækinu. Þessi vinnumaður hefur ca 1500 til 2000 Rönd á mánuði. En hann var að kaupa sér farsíma fyrir 2500 rönd og bað atvinnurekandann um að lána sér fyrir sápu sem kostar 5 rönd.
Og lánaðurðu félaga þínum spurði ég, nei auðvitað ekki ef hann var svo vitlaus að kaupa sér síma fyrir 2500 rönd þá er það hans mál.
Forgangs röðun er ekki sú sama hjá öllum, en síminn er mjög mikilvægur hér þar á eftir kemur sennilega bíll eða föt, húsnæði og matur fer svo að komast á listann. Ég hef verið beðinn um pening fyrir brauði af öryggisverði sem var að vinna hér, stuttu seinna sá ég hann vera að senda SMS og benti honum á að senda guði SMS og biðja um brauð.
Til að setja þetta í samhengi þá lét ég mér duga að kaupa síma sem kostaði 360 rönd. kveðja, afi

21. nóvember 2009

Útrás íslendinga enn í gangi

Gamann að geta greint frá því að athafnamaðurinn Sævar Sigurðsson hefur stundað geitarækt í sunnanverðri Namibíu um nokkurt skeið. Stofninn hjá Sævari hefur farið vaxandi og telur nú 83 geitur á fæti sagði Sævar þegar ég náði tali af honum. En Sævar hefur í ýmsu öðru að snúast þessa dagana. Aldrei að vita nema Sævar geti nýtt vélfræði menntun sína og reynslu í geitabúskap og verður gaman að fylgjast með þessu í framtíðinni.

15. nóvember 2009

Vatnið er rafmagnslaust?

Mikið er rætt um rafmagnsverð (sem á að hækka um 30%) og virkjanir hér í Namibiu. Hér er lítilsháttar jarðhiti sem er nýttur til baða og heilsulynda.
Á landamærum Namibíu og Angóla er á sem er verið að virkja, og þá kom upp sú hugmynd að vera með aðra virkjun neðar í ánni. Ráðamenn voru spurðir álits og sá sem hafði með málaflokkinn að gera svaraði að ekki væri hægt að virkja sömu ánna tvisvar, það er nefnilega búið að taka allt rafmagnið úr vatninu. Já, það er betra að leita álits áður en farið er í kostnaðarsamar aðgerðir en rétt er að taka fram að ekki er vitað um áreiðanleika sögunnar.

14. nóvember 2009

Fáfræði er hættuleg

Ég var í djúpum samræðum við strákinn í beinaverksmiðjunni um daginn um aids. Hann gat ekki hugsað sér að nota smokkinn, en hann átti margar fastar vinkonur. Hann útlskýrði fyrir mér að þær væru alveg nauðsynlegar allar samann af praktískum ástæðum.
Ástæðurnar gengu út á að hann færi á milli staða þegar hann ætti frí frá fiskimjölsverksmiðjunni (vinnur við að moka).
Svona gengu umræðurnar áfram hann sagði t.d. að hans vinkonur væru bara með honum og byggði það á því að ef hann hringdi á kvöldin þá segðust þær vera einar, mér fannst hann vera barnalegur að trúna því.
Svo var hann var kominn í þrot með rök, þá sagði hann "en ég held að það sé ekki til neinn aids", þú verður að trúa því sagði ég fólk deyr reglulega allt í kringum þig úr aids. Getur þú sýnt mér mynd af aids sagði hann, en það þarf ekki eltast við það hann trúir því sem hentar honum og er ekki einn um það. Eða annars........ eigið þið mynd af aids? Kveðja afi.

13. nóvember 2009

Er jörðin flöt?

Jörðin er hnöttur sagði ég við bílstjórann okkar og hann varð frekar skrítinn á svipinn. Ekki var hann sammála því og sagði í efasemdartón þetta gegnur ekki upp, hvað er þá hinum meginn við? Ég spurði á móti ef jörðin er flöt eins og borðið hvað er þá þegar þú ferð fram af borðinu?
Svona voru samræðurnar og alveg sama þótt ég sýndi honum google earth þá vildi hann hafa hana flata. Þetta er ekki sá fyrsti sem ég ræði við á þessum nótum og allir vilja þeir hafa hana flata, einnig útskrifaðir stýrimenn var mér sagt af íslending sem var hér.
Og þá spyr maður er jörðin kanski flöt og öll vískindi bara svindl og myndirnar frá geimnum, bara eins og í spaugstofunni eitt samsæri?

11. nóvember 2009

Ísland í dag?

Ég hef ekki verið að fylgjast mikið með fréttum frá Íslandi en það sem ég hef lesið, hefur verið á þann veg að maður vill bara fara út í garð og hafa það gott í sólinni.
Fólk er að velta sér uppúr því aftur og aftur að það er búið að tæma sjóði ríkisins, sveitaféaga, bankanna, lífeyrispotturinn, heimilanna, varasjóðir trygginarfélaganna, alls staðar þar sem tvær krónur voru samankomnar þar voru þær hirtar slegið lán og notað í alls konar brask og gæluverkefni.
Þá er bara svona sirka enginn peningur til hjá flestum og skuldir hjá sumum. Þeir sem eru í aðstöðu til leggja álögur á til að safna aftur í kassana (sína) gera það. Ef einhver á eitthvað annað en skuldir skal hann borga.
En nú er ég farinn út í sólina, kveðja afi.

3. nóvember 2009

Lífsins elexír

Nú hef ég fengið uppskriftina af allra meinabót. Og það sem meira er það er hægt að nota mixtúruna í staðinn fyrir morgunmat og bæta við kaffi til fullkomnunar.
LECITHIN 1 msk
CANOLA OLÍA 1 msk
HAFRAMJÖLSHÍÐI 1 msk
HAFRAMJÖL 1 msk
RÚSSÍNUR hálf lúka
ENGIFER fjórðungur úr tsk
KANILL fjórðungur úr tsk
svo er hellt hálfum bolla af heitu vatni yfir og borðað og þá er kaffið tilbúið
kveðja, afi á heilsunótunum

Endurvinnsla í verki

Ég hef áður minnst á að hér eru allir hlutir sem settir eru í rusladalla teknir til endurskoðunar. Þá er ekki álit eins sérfræðings tekið fullgilt heldur koma í fyrstu svona 4 - 7 og skoða hvað það var sem sett var í rusla dallinn (tekur ca 3 tonn). Svo gera þeir sem eiga leið um svæðið far um að skoða og draga upp úr kassanum bandsotta, vírnetsbúta brotnar spítur í eldinn málningardollur, pappakassa til einangrunar á gettóunum og rifnir strigapokar til að hengja upp í loftið á gettóunum A4 pappír til að skeina sér á og lesa í leiðinni.
Ég hef rekist á það þegar ég leit inná salerni á svæðinu að rekstrar uppgjör fyrirtækis lá á vaskinum og voru menn að nota síðurnar jöfnum höndum til gagns og gamans og samt skilaði félagið hagnaði.
Það sem ekki er hirt upp fer á haugana og það er ekki mikið, og þegar þangað er komið tekur annað lið umhverfisvænna-endurskoðenda og eru þeir mikið harðari í dómum sínum.
Plastpokar sem halda vatni eru notaðir til að selja í þeim Tombó en það er áfengur drykkur sem dökkir heimamenn búa til sjálfir (sykur vatn ger batterí strigapokar) og er seldur á 15 kr líterinn ef þú skaffar pokann sjálfur. Ef pokinn lekur má nota hann undir rusl eða þétta gettóið. Jógúrt dollur eru mikils virði og eru meðal annars notaðar til að drekka úr þeim kaffi.
Bílar eru keyrðir út og svo helmingi meira en það sem leigubílar. Einn íslendingur á svæðinu tók sér far með svoleiðis bíl og sagði að það hefði þurft að hafa rúðurnar opnar til að deyja ekki úr kolsýrlingseitrun og svo stendur mökkurinn afturúr.
Hér eru menn ekki að nota of mikinn pappír og nauðsynleg leyfi eru alls ekki til staðar hjá sumum, enda bara bruðl á pappír.
Konurnar nota teppi til að vefja utan um hvítvoðungana hafa þá á bakinu og bagsa svo við að búa til mat handa verkafólki og selja á götunni sem verksmiðjurnar standa við. Maturinn er svo afgreiddur upp úr notuðum málningardollum. Það sem selt er úr dollunum hefur ekki skaðað umhverfið því að engin pappírsviðskipti fygja fiski sem rennur í vasa og seldur er í vöruskiptum á götunni og umbúðirnar utan um fiskinn eru eitthvað sem hefur verið notað áður og verður notað meðan það hangir saman, og þá....... þú veist hver hinsta kveðjan er.
Gamlar netadræsur eru notaðar til að hengja upp utanhúss til að verjast sól og eða binda sand. Farsímar eru skrúfaðir samann og sameinaðir og notaðir þótt þeir séu komnir í parta. Flest allt matarkins sem þeir þekkja er étið, en þeir eru ekki mikið fyrir fisk.
Hér er svo komið að því allra umhverfisvænasta, það er ekki keypt mikið af óþarfa hlutum sem liggja svo bara í reyðuleysi.