3. nóvember 2009

Endurvinnsla í verki

Ég hef áður minnst á að hér eru allir hlutir sem settir eru í rusladalla teknir til endurskoðunar. Þá er ekki álit eins sérfræðings tekið fullgilt heldur koma í fyrstu svona 4 - 7 og skoða hvað það var sem sett var í rusla dallinn (tekur ca 3 tonn). Svo gera þeir sem eiga leið um svæðið far um að skoða og draga upp úr kassanum bandsotta, vírnetsbúta brotnar spítur í eldinn málningardollur, pappakassa til einangrunar á gettóunum og rifnir strigapokar til að hengja upp í loftið á gettóunum A4 pappír til að skeina sér á og lesa í leiðinni.
Ég hef rekist á það þegar ég leit inná salerni á svæðinu að rekstrar uppgjör fyrirtækis lá á vaskinum og voru menn að nota síðurnar jöfnum höndum til gagns og gamans og samt skilaði félagið hagnaði.
Það sem ekki er hirt upp fer á haugana og það er ekki mikið, og þegar þangað er komið tekur annað lið umhverfisvænna-endurskoðenda og eru þeir mikið harðari í dómum sínum.
Plastpokar sem halda vatni eru notaðir til að selja í þeim Tombó en það er áfengur drykkur sem dökkir heimamenn búa til sjálfir (sykur vatn ger batterí strigapokar) og er seldur á 15 kr líterinn ef þú skaffar pokann sjálfur. Ef pokinn lekur má nota hann undir rusl eða þétta gettóið. Jógúrt dollur eru mikils virði og eru meðal annars notaðar til að drekka úr þeim kaffi.
Bílar eru keyrðir út og svo helmingi meira en það sem leigubílar. Einn íslendingur á svæðinu tók sér far með svoleiðis bíl og sagði að það hefði þurft að hafa rúðurnar opnar til að deyja ekki úr kolsýrlingseitrun og svo stendur mökkurinn afturúr.
Hér eru menn ekki að nota of mikinn pappír og nauðsynleg leyfi eru alls ekki til staðar hjá sumum, enda bara bruðl á pappír.
Konurnar nota teppi til að vefja utan um hvítvoðungana hafa þá á bakinu og bagsa svo við að búa til mat handa verkafólki og selja á götunni sem verksmiðjurnar standa við. Maturinn er svo afgreiddur upp úr notuðum málningardollum. Það sem selt er úr dollunum hefur ekki skaðað umhverfið því að engin pappírsviðskipti fygja fiski sem rennur í vasa og seldur er í vöruskiptum á götunni og umbúðirnar utan um fiskinn eru eitthvað sem hefur verið notað áður og verður notað meðan það hangir saman, og þá....... þú veist hver hinsta kveðjan er.
Gamlar netadræsur eru notaðar til að hengja upp utanhúss til að verjast sól og eða binda sand. Farsímar eru skrúfaðir samann og sameinaðir og notaðir þótt þeir séu komnir í parta. Flest allt matarkins sem þeir þekkja er étið, en þeir eru ekki mikið fyrir fisk.
Hér er svo komið að því allra umhverfisvænasta, það er ekki keypt mikið af óþarfa hlutum sem liggja svo bara í reyðuleysi.

Engin ummæli: