30. nóvember 2010

Leiðtogi á lausu

Sumir eru mikið að tala um að það sé skortur á leiðtoga í pólitík. Halda að ef einhver leiði þá áfram þá sé bara allt betra, kanski bara þægilegt að þurfa ekki að taka ábyrgð. Nú er tækifæri fyrir þessa leiðtogaþyrstu sálir að hafa samband við Gunnar í krossinum. Hann er óumdeilanlega leiðtogi og getur fengið fólk með sér.
Eins og góðum leiðtoga sæmir þá gagnrínir hann hægri vinstri og bendir á einu réttu leiðina. Fólk sem heyrir slíka gagnrýni telur sig heppið að hafa fundið leiðtoga sem getur leitt það á rétta braut. Stjórnmálaflokkar, hagsmunasamtök eða einhverjir hópar sem ráfa í hringi, talið við Gunnar og hann getur hugsanlega leitt ykkur áfram. Engin ástæða til að hafa áhyggjur af moldroki núna hann hristir þetta af sér og þegar hann fer að geisla af sér og gagnrína ykkar andstæðinga verður þetta í skugganum.