17. ágúst 2007

Tónleikar

Skelltum okkur í kvöld á tónleika sem voru í boði Kaupþings, engin blankheit hjá þessum bönkum. Landsbankinn býður til veislu á morgun, svo það er nóg að gera í tónleikabransanum þessa helgina.

Komum þegar SSSÓL var að byrja og auðvitað var Helgi í banastuði, hoppandi og skoppandi um allt svið, fór meira að segja að klifra í grind sem var þarna, hef nú aldrei fundist hann flottur en hann getur sungið. Svo komu LUXOR drengirnir hans Einars Bárða, jú jú þeir eiga eflaust eftir að gera góða hluti, var samt ekki að fíla þá frekar en NILON sem komu á eftir þe
im. MUGISON kom mest á óvart, helv... var maðurinn góður, er sko að fíla hann í ræmur, svolítið þungt hjá honum en hann er FLOTTUR. TODMOBIL standa alltaf fyrir sínu, hress og kraftmikið fólk sem kann sitt fag. GARÐAR THOR kom líka fram, hann er fínn en mér fannst hann bara ekki passa þarna inn á milli rokkarana. BUBBI er alltaf, ALLTAF FLOTTUR, skil ekkert í karlinum að fíla hann ekki.
Nú rúsínan í pylsuendanum voru STUÐMENN, jú jú þeir komu en dísusss, eru þeir gjörsamlega búnir að skíta á bitann? Voru með 3 hljómborð og trommara sem var örugglega að drepast úr kulda í stuttbuxum og langsokkum, það vantar ekki að þeir eru alltaf í furðulegum búningum, það var sennilega það eina ágæta við þá í kvöld. Ætli þeir geti ekkert án söngkonu? Reyndu svo að hressa þetta aðeins við með þvi að láta BO Hall koma fram í skotapilsi, halló how low can you go???? Þeir stóðu ekki undir nafni í kvöld, og er ég örugglega ekki ein um þessa skoðun.

En þetta var samt alveg stórglæsilegt hjá Kaupþingi, þeir fluttu inn gólf til að leggja á fótboltavöllinn því ekki má hann eyðileggjast, risa skjár var settur upp og svo auðvitað var svakalegt hljóðkerfi. Ég má ekki gleyma veislustjóra kvöldsins honum PÁLI ÓSKARI, hann er ótrúlega góður gæi og stóð sig frábærlega vel, kann þetta sko alveg.

Verð nú bara að segja takk fyrir mig Kaupþing.

Svo er að sjá hvernig til tekst á morgun hjá Landsbankanum og Rás 2, en þá verða tónleikar á Miklatúni annað kvöld með fullt af tónlistarfólki, samt ekki sama fólki og var að spila í kvöld. Ætli maður skelli sér ekki í bæinn og hlýði á Eivör Páls, Ampop og fleiri flytjendur sem ég hef ekki mikið verið að hlusta á.

Þangað til næst............amma kveður.