17. febrúar 2008

Mennigarviðburður

Þá er að gera skil á tónleikunum Skagfirsku söngsveitarinnar, Óperukórsins meðlima úr sinfoníunni ásamt einsöngvurum í gær. Þeir voru hreint út sagt stórfenglegir og vel heppnaðir í alla staði. Og er það vel þar sem mikið var í lagt, æfinarstundir sem eru sennilega yfir 3.000 tímar ef taldir eru allir tímar hjá þeim er að komu og yfir 100 manns af tónalistafólki með mikla reynslu og hæfileika sem lagði allt sitt í að frumflytja Sólveigu frá Miklabæ og endurflytja Jörð. Björgvini vil ég óska til hamingju með Sólveigu nú vill maður bara meira. Mæting var rúmlega 800 manns og vona ég að þeir hafi átt jafn góða stund og við sem vorum að flytja verkin. Það er mín skoðun að þessa dags eigi eftir að vera minnst um langann tíma og vona ég að upptökur hafi tekist vel svo við er þarna vorum getum hlustað á þetta aftur og aftur.
Fjölmiðlar hafa ekki áhuga á svona starfsemi og var tildæmis margsagt í sjónvarpinu þegar ég kom heim af tónleikum að Eiríkur Hauksson hefði komið alla leið frá Noregi til að mæta í kjaftaþátt um Evrovision. Sennilega er þetta það sem fólk vill eyða tímanum í að horfa á og ekki við fjölmiðla að sakast. Svo eru allir fyrir keppni og væri Evrovision ekki merkileg ef ekki væru talin stigin, sennilega löngu hætt og mætti segja það sama um fótbolta og fl. Ég er ekki neitt á móti Evróvision eða fótbolta og flokka ekki í há eða lágmenningu, er bara að varpa ljósi á hvað fólk vill sjá og heyra og hvað ekki. Svo mælir afi sæll og glaður eftir vel heppnaða tónleika.

15. febrúar 2008

Á leið til útlanda

Það má nú segja það að flökkueðli sé mér í blóð borið, verð bara hreinlega að komast til útlanda annað slagið. Í dag er ég að fara til Berlínar með Þórunni vinkonu og mágkonu. Fer sem makinn hennar í árshátíðarferð með vinnunni hennar. Hennar maki - minn bróðir er fjarverandi góðu gamni - heldur uppi stuðinu í Afganistan! Ég hef aldrei komið til Berlínar en oft farið til Þýskalands og þá sérstaklega áður en ég uppgötvaði AMERÍKU :-) Fer eftir hádegi í dag og kem aftur á mánudagskvöld. Er búin að sanka að mér kortum og upplýsingum frá mági mínum sem lærði út í Þýskalandi og þekkir Berlín út og inn. Þetta verður örugglega mjög mikil upplifun.

Þangað til næst...........amma kveður.

Í hverju lenti Villi?

Villi kaus að hitta Óla vin eftir kostningar, en ekki kvaddi hann vin sinn þegar hann fór í mat, heldur fór og samdi við Binga.
Villi fór og hitti vini sína í OR og þeir og vinir þeirra vildu leika hratt og kanski of hratt fyrir Villa. Eitthvað gleymdi Villi að hafa samband við liðið sem var með honum í stjórn og flokki, úps ekki gott afleikur og allir reiðir.
Nú var Villi bara einn og leiður. Þó sögðu flokksfélgar að þeir vildu vera memm og allir ættu að vera vinir, en Villa leiddist. Þá fór Villi og bankaði uppá hjá Óla vin sem var nýkominn heim og sennilega búinn að gleyma að Villi kvaddi hann ekki þegar hann var memm með Binga. Óli var bara til í það en frekar var hann nú laslegur og einmannalegur, ekki víst að hægt verði að vera með honum, en hvað á Villi að gera??? Nú er Villi bara að hugsa sinn gang, búinn að leika með öllum sem vilja vera með en lenti í eitthverju sem var ekki kanski alveg honum að kenna, spurning hvað það er sem Villi lenti í ??
kveðja,
Afi

14. febrúar 2008

Skagfirðingar kunna vel að skemmta sér

Skagfirðingar kunna vel að skemmta sér
sést það best á sælunni hvað lífið er.
Allir fara í betri föt og bregða sér í
dans, með brennivín í maganum og dansa
óla-skans.
Giftir menn og giftar frúr
ganga hjónaböndum úr.
Hver einn er þá frí
að faðma það sem hann langar í.
Skagfirðingar eru fyrir hopp og hí.

Við engan er að sakast nema kanski myrkrið og kuldann.

7. febrúar 2008

Tónleikar Skagfirsku og óperukórsins

Nú eru framundan stór-tónleikar þann 16 febr. í Langholtskirkju. Þá verður frumfluttar tónsmíðar Björgvins Þ. Valdimarssonar á verki um sögu Sólveigar frá Miklabæ í Skagafirði alveg magnað verk með miklum andstæðum eins og líf hennar hefur verið. Texti er eftir Bjarna Stefán Konráðsson og er hann tær snild. Áður hafa þessir tveir menn samið saman "Jörð" og verður það flutt á sömu tónleikum. Það er án efa að þetta verður með flottustu tónleikum sem skagfirska söngsveitin hefur staðið að.
Það hefur verið gaman að æfa þessi verk í vetur og ég verð að segja fyrir minn smekk að þetta er miklu skemtilegra og meiri áskorun heldur en að flytja eitthvað sem hefur verið flutt margoft áður og til er á geisladiskum flutt af hinum og þessum og svo hermir hver eftir öðrum.
Auk þess hefur verið spreðað í strengjasveit og sagt er að bara sá kostnaður sé milljón. Eins hefur verið gaman æfa undir sjórn Garðars Corter (15 mínútur), en hann er stjórnandi. Nanna dóttir og sonur hans Axel eru einsöngvarar ásamt Hlöðver Sigurðssyni. Það er eftirtektarvert að Garðar mætir ca 15 mín seinna en Björgvin á æfingar og má segja að hann standi þar með undir nafni.
Og svo fáum við hin sem höfum söng að áhugamáli að safna pening til að borga atvinnumönnum kaup sem flestir hafa brennandi áhuga á sinni vinnu sem betur fer og örugglega ekki ofsælir af sínum launum. Það er enginn sjens að þetta geti borgað sig þetta er það mikil vinna og fáir áhorfendur (sennilega færri en 1000 manns, áhugi fjöldans er fyrir annarskonar afþreygingu og annarskonar tónlist. En ef þið hafðið áhuga á að skoða þessa sérvitringa, þá fáið þið ykkur miða og mætið á svæðið. Ég get reddað miðum. Eins er hægt að nálgast þá á Snorrabrautinni hjá óperukórnum. Sjá frekar á skagfirska.is
Góð kveðja, afi

3. febrúar 2008

Íbúðin komin í sölu

Nú höfum við látið verða af því að setja íbúðina í sölu og vorum við hjónin um helgina að taka til og þrífa. Búið er að taka myndir og væntanlega kemur hún á netið á morgun. Ásett verð er 54,6 og ætlum við að hafa hana til sölumeðferðar í ca 1 mánuð og ef ekki gengur endurtökum við leikinn í vor. Hugmyndin er svo að finna sér minni íbúð í hverfinu ca 110-120fm með 2-3 herbergjum og bílskúr eða stæði í skýli. Ég á ég ekki von á að það verði vandamál eins og markaðurinn er núna.
Pétur Sigruðsson fasteignasali í Flórida var í Perlunni með kynningu núna um helgina og notaði ég tækifærið og heilsaði upp á hann. Það var helst á honum að skilja að það væri offramboð af eignum þar núna og sagði hann að í boði væru 29.000 eignir til sölu á hans svæði, en æskilegt framboð væri um 7-9.000 eignir. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá erum við ekki að fara að kaupa í Florida núna. ....Afi
ps Vilhelm kom í heimsókn og fékk sér bollur.