15. febrúar 2008

Á leið til útlanda

Það má nú segja það að flökkueðli sé mér í blóð borið, verð bara hreinlega að komast til útlanda annað slagið. Í dag er ég að fara til Berlínar með Þórunni vinkonu og mágkonu. Fer sem makinn hennar í árshátíðarferð með vinnunni hennar. Hennar maki - minn bróðir er fjarverandi góðu gamni - heldur uppi stuðinu í Afganistan! Ég hef aldrei komið til Berlínar en oft farið til Þýskalands og þá sérstaklega áður en ég uppgötvaði AMERÍKU :-) Fer eftir hádegi í dag og kem aftur á mánudagskvöld. Er búin að sanka að mér kortum og upplýsingum frá mági mínum sem lærði út í Þýskalandi og þekkir Berlín út og inn. Þetta verður örugglega mjög mikil upplifun.

Þangað til næst...........amma kveður.

2 ummæli:

Asgeir sagði...

Góða ferð mundu að fylgjast með eurovision. það sem þú uppgötvaðir í USA var frænka þín, ef hún byggi annarstaðar þá færir þú þangað. kveðja gamli.

Nafnlaus sagði...

Góða skemmtun út Berlín... passaðu budduna þína í H&M! híhíhí...
Kveðja,
Eva... og Vilhelm sem er kominn aftur með eyrnabólgu ;o(