13. mars 2010

Afríku íþróttaandinn


Kom mér á óvart að sjá varamennina í fótbolta vera með bjór í hendi sitjandi á bekknum eftir að komast inná, þetta var í alvöru leik. Hvað drekka þessir menn á æfingu? Ég tók nú ekki eftir hvort það væri öskubakki þarna hjá þeim, en kanna það næst.
En svona er viðhorf til íþrótta misjafnt, ég kom inní líkamsræktarstöð um daginn, konan sem sat við tölvu í móttökunni var að drekka kók og borða kartöfluflögur og hún mátti nú ekki við því.
Þegar ég kem heim af keiluæfingu þá þarf maður að þvo íþróttagallann vegna reykjabrælu, en þarna inni sitja menn og reykja milli þess sem þeir henda kúlum og taka sopa af bjór og snaps.
Íþróttandinn hér gengur út á að vera með, allir að taka þátt og hafa gamann, keppni er ágæt í hófi. Hér með er mynd úr ferðalagi sem við nokkrir félagar úr Atlantis sport klúbbnum fórum í eyðimörkina og sýnir íþrótta andann í hnotskurn enda verið að spila tenigaspilaíþrótt.
En þetta er afríka, menn eru með áróður í útvarpinu um að hafa börnin í aftursætunum og nota beltin.

4. mars 2010

Góð fyrirmynd?

Það hefur verið í fréttum að forseti suður afríku á 3 eiginkonur og eitthvað af vinkonum og þannig hefur það verið um einhvern tíma. Einnig eru ásakanir á hendur honum um að hann sé kynlífssjúkur og eigi að leita sér hjálpar við því.
En hvað um það, þegar hann var heilbrygðisráðherra suðurafríku þá var hann spurður út í kvennamálin og hvort hann notaði einhverjar varnir til að smitast ekki af aids. Hann taldi enga þörf á því það væri bara nóg að fara í góða sturtu á eftir. Hvað finnst ykkur um þetta??