22. september 2010

Lambakjötsútfluttingur

Nú eru fréttir í mogganum um að lambakjöt komi til með að hækka í verði. Bjart framundann hjá bændum, aukin eftirspurn og framleiða meira af kjöti og fl. já og meira að segja útfluttingur og tækifæri á að endurnýja gúmískóna.
Það fyrsta sem mér kemur í hug er að þeir geti þá bara hætt að ríkis-styrkja þessa framleiðslu og þegar þangað er komið geta menn flutt út. Það væri tímamót og virkilega fréttnæmt.

7. september 2010

Nígeríusvindlið

Nú er verið að sýna leikrit sem fjallar um svindl Nígeríumanna. Þar kemur meðal annars fram að svindl í Nígeríu er annar stærsti atvinnuvegur landsmanna. Innkoma þeirra er um 1 milljón íslenkar krónur á sekúndu (var sagt í útvarpinu), sextíu milljónir á mínútu 3.600 milljónir á klukkustund.
Þetta eru ótrúlegar tölur. Á rúmlega einni klukkustund væri komið inn fyrir kostnaði Hvalfjarðarganga en fyrir nokkrum árum stóðu landsmenn og mændu yfir fjörðinn og reyndu að finna leið til að fjármagna gangnagerðina.
Nígería er frjósamt og gott land til ræktunar á kakói og fleira til útfluttings, mesta olíu útfluttingsland Afríku og áttunda fjölmennsta land í heimi og heimsmeistarar í svindli.
Góðar líkur eru á að þeir eigi eftir að ná enn betri tökum á svindlinu, og engar fréttir mér vitanlega hafa farið af því að þeim þyki þetta slæmt. Enda eru þetta tekjur og þeir spila á að eiga bágt (stór hluti landsmanna eiga tæplega fyrir mat) og allt gott skilið frá of ríku fólki sem er svo vitlaust að trúa sögum sem það vill að séu sannar.
Ef þessar tölur eru réttar þá eru líkur á að þessi fyrirtæki séu með hundruði þúsunda eða milljónir manna í vinnu. Allar líkur eru á að það þurfi að senda út mörg svindl til að einhver falli í gildruna. Þá kemur upp spurningin af hverju er ekki settur þrýstingur á stjónvöld að gera eitthvað til að halda þessu niðri? Það hefur t.d. komið fram að umtalsverðir fjármuna streyma frá Ástralíu á degi hverjum vegna þessa atvinnuglæpafyrirtækja.
Hvað verður svo um alla þessa peninga? Ef þetta er eins og með olíuna þá fer bara hluti til fárra í Nígeríu, restin verður notuð annarstaðar, svartir peningnar reikna ég með. Eða ætli annar stærsti atvinnuvegur Níegeríu telji fram til skatts? Og svo eru það þeir sem skrifa bréfin og svara símanum, hvað fá þeir? Hvernig vinna þeir? Geta þeir notað sama bréfið á tugi eða hundruði manna? Copy paste og skipta um nafn? Kanski bara rétt að skella sér í leikhúsið og heyra og sjá meira?