30. maí 2009

Fyrsti starfsmaðurinn



Það er við hæfi að taka mynd af fyrsta starfsmanninum og með fylgir mynd af því húsnæði sem við fengum. Það er mikill munur að hafa húsnæði útaf fyrir sig. Þegar maður er búinn búa sér í rúm 30 ár er erfitt að búa í bakgarði hjá einhverjum og þurfa að hafa það á samviskunni að verkja eigendurnar ef maður kemur heim eftir kl 21.00. En svona lítur húsið út frá götunni. Myndin af starfsmanninum er tekinn fyrir utan skrifstofurnar hjá okkur. Hún þrífur skrifstofurnar utan og innan, hálfan dag í viku og hefur vit á að fara fram á tvöfalt kaup enda er hún verktaki kann á tölvu, með grade 12.

21. maí 2009

Afríku dagur í dag

Uppstigningardagur er kallaður Afríkudagur í Suður Afríku, Botswana og að ég held í Zimbawe líka. Haldnar eru ræður í tilefni dagsins og tók ég eftir því þegar ég var að baka köku í dag að ráðamaður lagði til að Namibíumenn væru haldnir sjálfstjórnar veiki (independence sindrome)Það var að skilja á hans máli að þetta birtist aðalega í að landsmenn væru að bíða eftir frumkvæði stjórnvalda og reiða sig um of á þau. Þetta er sjálfsagt bara rétt hjá karli, sennilega er þetta viðhorf víða ríkjandi um heiminn.

17. maí 2009

"Til hamingju Ísland"

Nú gleðst maður í hjarta sínu yfir góðum árangri í Evróvision. Alltaf gaman þegar vel gengur en þetta var framan björtustu vonum mínum. Það er helst að frétta um helgina að ég fór í siglingarklúbbinn og var niður á strönd fyrrihluta sunnudagsins og hafði gaman að horfa á menn glíma við seglabáta í miklum vindi rétt fyrir utan ströndina.
Lítil eðla er garðinum og hefur hún meira að segja látið sig hafa það að koma inní stofu til okkar og fór undir sófa og var þar í nokkra stund áður en hún þorði að koma undan honum og skaust út í garð aftur.
Óli fór á bridge landsmót í Namibíu og náði 3ja sæti með sínum makker, og er hann að vonum kátur með það.

16. maí 2009

Fluttir í nýtt húsnæði


Nú erum við fluttir í annað íbúðarhúsnæði sem við verðum í til einhverrar framtíðar. Þetta er mikill munur, sem felst í því að maður tekur loksins uppúr ferðatöskunum og finnst maður vera heima hjá sér. Í tilefni dagsins var grillað og setið í garðinum og borðað. Húsið sem við fengum leigt er um 150 fm og með 2 stórum herbergjum og baranherbergi. Auk þess eru tvö baðhergi með sturtu og baðkeri. Stofan er þokkaleg og hellulagður garður. Auk þess er stór bílskúr fyrir tvo bíla með sjálfvirkum opnara. Öryggis kerfi er með húsinu og það er fullbúið til að búa í því með sjónvarpi og sængurfötum, líkamsræktartæki í skúrnum. Allt þetta kostaði töluvert minna en það sem við vorum í.
Einnig fluttum við í skrifstofuna á verksmiðjusvæðinu og komum okkur þar fyrir og unnum þaðan og var það bara góð tilbreyting frá því að sitja í sófa með læratölvuna.

4. maí 2009

Komnir á svæðið


Veðrið í Walvis Bay er þessa dagana gott og mjög jafnt. Á morgnanna er sólin komin í gegnum þokuna milli átta og ellefu á morgnanna og sest um hálf sjö. Kvöldin eru ekki mjög köld miðað við árstíma en hiti er algengur 14-16 gráður þegar sólarinnar nýtur ekki við. Á daginn er hitinn 20-25°C.
Gangur okkar mála er eins og við er að búast hér í Namibíu frekar hægur og skrifræði hefur heldur að vaxið með árunum. Enda hefur áherlsa stjórnvalda verið á að byggja skrifstofur. Þá er þolinmæði helsta dyggðin og vera duglegur að labba auðmjúkur á milli þeirra glæsibygginga með erindi sitt. Eitt af þeim erindum sem þarf að bera upp er atvinnuleyfi og það fæst aðeins í skamman tíma í senn.
Það fer vel um okkur og okkur hefur verið vel tekið af þeim þjóðarbrotum sem hér búa, og við höfum haft samband við eftir komu okkar. Brottfluttir Íslendingar eru þó þeir sem við höfum mest samband við.
Þann 1. maí fengum við afhent framleiðslu-húsið og hefjumst við handa eftir helgi að færa það í stand. En við megum ekki vera áberandi því við erum ekki með atvinnuleyfi en eigum að fá það í lok næstu viku.
Myndin hér fyrir ofan er af því húsnæði sem við erum í núna