4. maí 2009
Komnir á svæðið
Veðrið í Walvis Bay er þessa dagana gott og mjög jafnt. Á morgnanna er sólin komin í gegnum þokuna milli átta og ellefu á morgnanna og sest um hálf sjö. Kvöldin eru ekki mjög köld miðað við árstíma en hiti er algengur 14-16 gráður þegar sólarinnar nýtur ekki við. Á daginn er hitinn 20-25°C.
Gangur okkar mála er eins og við er að búast hér í Namibíu frekar hægur og skrifræði hefur heldur að vaxið með árunum. Enda hefur áherlsa stjórnvalda verið á að byggja skrifstofur. Þá er þolinmæði helsta dyggðin og vera duglegur að labba auðmjúkur á milli þeirra glæsibygginga með erindi sitt. Eitt af þeim erindum sem þarf að bera upp er atvinnuleyfi og það fæst aðeins í skamman tíma í senn.
Það fer vel um okkur og okkur hefur verið vel tekið af þeim þjóðarbrotum sem hér búa, og við höfum haft samband við eftir komu okkar. Brottfluttir Íslendingar eru þó þeir sem við höfum mest samband við.
Þann 1. maí fengum við afhent framleiðslu-húsið og hefjumst við handa eftir helgi að færa það í stand. En við megum ekki vera áberandi því við erum ekki með atvinnuleyfi en eigum að fá það í lok næstu viku.
Myndin hér fyrir ofan er af því húsnæði sem við erum í núna
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ertu ánægður með þessa mynd?
Kveðja
SG
Skrifa ummæli