16. maí 2009
Fluttir í nýtt húsnæði
Nú erum við fluttir í annað íbúðarhúsnæði sem við verðum í til einhverrar framtíðar. Þetta er mikill munur, sem felst í því að maður tekur loksins uppúr ferðatöskunum og finnst maður vera heima hjá sér. Í tilefni dagsins var grillað og setið í garðinum og borðað. Húsið sem við fengum leigt er um 150 fm og með 2 stórum herbergjum og baranherbergi. Auk þess eru tvö baðhergi með sturtu og baðkeri. Stofan er þokkaleg og hellulagður garður. Auk þess er stór bílskúr fyrir tvo bíla með sjálfvirkum opnara. Öryggis kerfi er með húsinu og það er fullbúið til að búa í því með sjónvarpi og sængurfötum, líkamsræktartæki í skúrnum. Allt þetta kostaði töluvert minna en það sem við vorum í.
Einnig fluttum við í skrifstofuna á verksmiðjusvæðinu og komum okkur þar fyrir og unnum þaðan og var það bara góð tilbreyting frá því að sitja í sófa með læratölvuna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Flott að þið séuð komnir í betra húsnæði, en var ekki til meira úrval af garðhúsgögnum en þetta?
Kveðja
Einmanna eiginkona
voða kósí pabbi ;O)
kv. Eva
Skrifa ummæli