7. febrúar 2008

Tónleikar Skagfirsku og óperukórsins

Nú eru framundan stór-tónleikar þann 16 febr. í Langholtskirkju. Þá verður frumfluttar tónsmíðar Björgvins Þ. Valdimarssonar á verki um sögu Sólveigar frá Miklabæ í Skagafirði alveg magnað verk með miklum andstæðum eins og líf hennar hefur verið. Texti er eftir Bjarna Stefán Konráðsson og er hann tær snild. Áður hafa þessir tveir menn samið saman "Jörð" og verður það flutt á sömu tónleikum. Það er án efa að þetta verður með flottustu tónleikum sem skagfirska söngsveitin hefur staðið að.
Það hefur verið gaman að æfa þessi verk í vetur og ég verð að segja fyrir minn smekk að þetta er miklu skemtilegra og meiri áskorun heldur en að flytja eitthvað sem hefur verið flutt margoft áður og til er á geisladiskum flutt af hinum og þessum og svo hermir hver eftir öðrum.
Auk þess hefur verið spreðað í strengjasveit og sagt er að bara sá kostnaður sé milljón. Eins hefur verið gaman æfa undir sjórn Garðars Corter (15 mínútur), en hann er stjórnandi. Nanna dóttir og sonur hans Axel eru einsöngvarar ásamt Hlöðver Sigurðssyni. Það er eftirtektarvert að Garðar mætir ca 15 mín seinna en Björgvin á æfingar og má segja að hann standi þar með undir nafni.
Og svo fáum við hin sem höfum söng að áhugamáli að safna pening til að borga atvinnumönnum kaup sem flestir hafa brennandi áhuga á sinni vinnu sem betur fer og örugglega ekki ofsælir af sínum launum. Það er enginn sjens að þetta geti borgað sig þetta er það mikil vinna og fáir áhorfendur (sennilega færri en 1000 manns, áhugi fjöldans er fyrir annarskonar afþreygingu og annarskonar tónlist. En ef þið hafðið áhuga á að skoða þessa sérvitringa, þá fáið þið ykkur miða og mætið á svæðið. Ég get reddað miðum. Eins er hægt að nálgast þá á Snorrabrautinni hjá óperukórnum. Sjá frekar á skagfirska.is
Góð kveðja, afi

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tad verdur gaman ad sjá hversu margir sem koma...Láttu vita!!!!
Erla