15. nóvember 2009

Vatnið er rafmagnslaust?

Mikið er rætt um rafmagnsverð (sem á að hækka um 30%) og virkjanir hér í Namibiu. Hér er lítilsháttar jarðhiti sem er nýttur til baða og heilsulynda.
Á landamærum Namibíu og Angóla er á sem er verið að virkja, og þá kom upp sú hugmynd að vera með aðra virkjun neðar í ánni. Ráðamenn voru spurðir álits og sá sem hafði með málaflokkinn að gera svaraði að ekki væri hægt að virkja sömu ánna tvisvar, það er nefnilega búið að taka allt rafmagnið úr vatninu. Já, það er betra að leita álits áður en farið er í kostnaðarsamar aðgerðir en rétt er að taka fram að ekki er vitað um áreiðanleika sögunnar.

Engin ummæli: