6. ágúst 2009
Kalt á nóttunni
Ég var að sækja vörur á trésmíðaverkstæði sem við verslum við og meðan verið var að hlaða bílinn þá spjallaði ég við vinnumanninn sem var á pallinum um veðrið. Hann sagði að það væri kalt í gettóinu núna yfir nóttina. Ég sagði honum að þá væri nú gott að hafa feita konu til að halda bólinu heitu. Hann hugsaði nokkra stund og sagði að til þess að eiga feita konu þá þarf maður að eiga pening og það var einmitt vandamálið hann átti ekki pening, hvorki til að fita kellu eða fyrir rafmagni til að kynda. Það má bæta því við að almennt eru ekki hituð húsin hér þótt menn eigi pening, en hér er lenska að kvarta pínu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli