11. ágúst 2009

Berar Himbakonur á markaði

Á leiðinni frá Etosha þá stoppuðum við í Otjo en þar var markaður með handunnar vörur. sölukonurnar voru berar að hætti Himba og makaðar kúafitu og leir frá toppi til táar auðvitað hárið líka. Guðrún og Sigrún fóru á undan og ég kom nokkru seinna og með vídeóið. Um leið og ég mæti þá verða kerlingarnar alveg brjálaðar og ein þeirra ríkur á fætur og vill fá vélina skoða í hana og segir að það sé bannað að taka myndir, vill pening og frussar og stappar niður löppunum eins og reið rolla, hinar taka undir. Ég sagði henni að hún fengi engan pening hjá mér en ég gæti gefið henni koss og setti stóran stút á varirnar. Hún var svo hissa að hún kom ekki upp orði og hinar kellurnar fóru að skelli hlægja. Eftir nokkrar mínútur var hún risinn á fætur aftur og reyndi að vera verri en í fyrsta skiptið en náði því ekki því það var efsta stig, og þá var kominn tími til að fara og vorum við ellt alla leið í bílinn. Það var fegins tilfinning að aka af stað. kveðja, afi.....vill einhver sjá myndir? Ath/ til að skoða myndir þá þarf að klikka á fyrirsögnina engin ber bjóst á þessa síðu.....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já ég!!!!!!!!!!!!!!!!
kv.
Eva

Asgeir sagði...

OK það er þá einhver að lesa.......