Fyrir rúmum mánuði er ég var að prófa nokkra ísnagla sem ég hafði skrúfað í dekkið þá gerðist það sem maður óttast mest, það heyrðist smellur í mótor og ég var stopp, en Pétur vinur minn kom sem fyrri daginn og reddaði mér heim. Það var svo ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum að ég hafði skap í mér að rífa mótorinn og skoða hversu slæmt tjónið væri, og það var slæmt. Tímakeðjan slitinn (í fjórum hlutum) keðjustrekkjarinn og strýringar í molum brotnir boltar, svarf um allt og bognir ventlar.
Til að vera viss um að allt verði í lagi var mér ráðlagt að rífa allan mótorinn og skipta um legur og hringi, og þá fer nú varahlutalistinn að lengast. Minnugur þess að hafa keypt varahluti í KTM á íslandi og komist að því að þeir kostuðu mikið meira heldur en hægt er að fá þá á netinu ákvað ég að gera tilraun til að kaupa beint hjá KTM world sem eru staddir í Georgíu og fá pakkann með Þórunni þegar hún kemur heim. Að panta gekk vel og ég greiddi með Visa en ekki paypal og vona að ég hafi ekki tekið of mikla áhættu með því. Gott væri að fá álit á þessu.
Björtustu vonir eru að það takist að koma þessu saman um miðjan maí.
Þetta er mikil áskorun fyrir mig þar sem ég hef aldrei rifið mótor svona gjörsamlega í spað einn heldur bara með öðrum og það eru 30 ár síðan. Bara vonandi að getan sé í samræmi við kjarkinn.
8. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Aumingja þú en þó mest fjölskyldan ef þér tekst ekki að laga hjólið. Við bara krossleggjum fingur! En auðvitað höfum við fulla trú á að þér takist þetta.
Áfram afi..........
Skrifa ummæli