Nú stendur yfir danstími í Funa, unginn er að kenna hænunni Chachacha, Skottís 1 og Skottís 2, Vals og svo verður dans ársins tekin á eftir, var að heyra að Partýpolki eigi líka að æfa á stofugólfinu. Ekkert annað að gera þetta kvöld en dansa samkvæmisdansa, ekki er sjónvarpdagskráin upp á marga fiska eins og endra nær.Dóttirin er að æfa dans og hefur mjög gaman af þessu, hún hló sig nú alveg máttlausa áðan þegar hún dró pabba sinn út á gólfið, henni fannst hann líkjast spýtukarli!
Jæja best að drífa sig í enskan Vals eða kannski bara Zumba!!!!!
Húsbóndinn lá í inflúensu í 12 daga, hann fékk bakteríusýkingu upp úr flensunni sem lýsti sér sem stífluðum kinn- og ennisholum og svo voru báðar hljóðhimnurnar sprungnar hjá honum. Hann fékk dúndur penselínskammt sem hann á að taka í 7 daga. Ég hef bara aldrei séð karlinn minn svona veikann í öll þessi ár sem ég er búin að þekkja hann, sem eru nú orðin ansi mörg (24 ár). Aðrið heimilismeðlimir hafa fengið kvefpest sem er líka að ganga, kvef - hausverk - hálsbógu og almenn vanlíðan og flokkast það ekki undir inflúensu. Held að kötturinn hafi líka fengið einhverja pest því hann er búin að vera stórskrítin uppá síðkastið, meira en venjulega!
Set inn eina mynd af afa gamla í tilefni þess að hann á afmæli á morgun og vonum að allar kvefpestir sem og aðrar pestir fari nú á eitthvað annað heimili en okkar!!!
er miðaldra maður sem hefur gaman af því að skreppa á mótorhjólið sitt. Veiða með fjölskyldunni og hafa gaman af lífinu yfir höfuð. Hann er giftur og á 4 börn og 3 barnabörn.