1. mars 2007

Flensa.......

Ekki þó fuglaflensa sem betur fer.

Húsbóndinn lá í inflúensu í 12 daga, hann fékk bakteríusýkingu upp úr flensunni sem lýsti sér sem stífluðum kinn- og ennisholum og svo voru báðar hljóðhimnurnar sprungnar hjá honum. Hann fékk dúndur penselínskammt sem hann á að taka í 7 daga. Ég hef bara aldrei séð karlinn minn svona veikann í öll þessi ár sem ég er búin að þekkja hann, sem eru nú orðin ansi mörg (24 ár). Aðrið heimilismeðlimir hafa fengið kvefpest sem er líka að ganga, kvef - hausverk - hálsbógu og almenn vanlíðan og flokkast það ekki undir inflúensu. Held að kötturinn hafi líka fengið einhverja pest því hann er búin að vera stórskrítin uppá síðkastið, meira en venjulega!

Set inn eina mynd af afa gamla í tilefni þess að hann á afmæli á morgun og vonum að allar kvefpestir sem og aðrar pestir fari nú á eitthvað annað heimili en okkar!!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið elsku pabbi... og takk fyrir okkur í afmæliskaffinu í dag....
Kveðja úr Flúðaseli