19. mars 2007

Árshátíð - Afmæli


Gamla settið fór á árshátíð sl. laugardag hjá starfsmannafélagi Kópavogsbæjar og var hún haldin í Fífunni, veitti ekki af stóru húsi því 1560 manns voru þar saman komnir. Ég var nú smá efins um að hægt væri að gera þennan risa íþróttasal vinalegan, en viti menn þegar inn var komið var búið að skreyta salinn og var grænt þema. Fordrykkurinn var grænn, á skjánum sem voru risastórir voru græn norðurljós, meira að segja við innganginn voru fagurgræn tré í kerjum, spurning hvort þar væru komin tré úr Heiðmörk!
Eða var verið að segja okkur hvað við ættum að kjósa í vor??

Veislustjóri var Örn Árnason og fór hann með vel með það hlutverk, skemmtiatriðin voru allt í lagi, Lay Low stóð fyrir sínu, Vallagerðisbræður komu og sungu nokkur lög, mér fannst þeir hundleiðinlegir! Æi þarna er ég kannski full dómhörð, en eflaust eiga þeir framtíðina fyrir sér, þetta eru svo ungir drengir. Hundur í óskilum voru bestir að mínu mati, ótrúlega frjóir og skemmtilegir menn þar á ferð. Barritonsöngvari sem ég man ekki hvað heitir kom og söng, allt í lagi, er meira hrifin af tenórum :-) Sb. afi gamli!
Maturinn var MJÖG góður, humarsúpa, nautafile og súkkulaðistöff í eftirrétt.
Síðan var bara tjúttað fram á nótt og sáu Papar um að halda fólkinu í stuði.
Á sunnudeginum var svo afmæli hjá "litla bró" og að venju voru kræsingarnar svo girnilegar og miklar að veisluborðið svignaði næstum því, en með því að vera ótrúlega dugleg við að smakka á öllu þá slapp þetta nú fyrir horn! Nú þarf ég bara að eiga við samviskuna, því auðvitað sest þetta allt á maga, rass og læri!
Saknaði frænku sem er ENNÞÁ í Ammerrríku, hún fer nú sem betur fer að koma heim......... kemur um leið og farfuglarnir í apríl.

Þangað til næst.....amma kveðjur.

Engin ummæli: