Mikilvægasta heimilistækið á heimilinu að mínu mati er uppþvottavél.
Okkar bilaði fyrir nokkru síðan, og hefur líf mitt verið frekar niður á við eftir það. Nei kannski ekki alveg en mikið hrikalega er þetta lífsnauðsynlegt tæki, uppvask er mitt leiðinlegasta heimilisverk fyrir utan klósett þrif! Eg hef verið extra dugleg að elda því þá þarf ég ekki að vaska upp, hinir heimilismeðlimir sjá um það. Fyrst var reynt að gera við hana en það var alveg sama hvaða varahlutur var keyptur hún bara vildi ekki í gang. Þannig að nú er staðan sú að við ætlum að kaupa okkur nýja vél, og þá hófst leitin mikla!!! Hvernig vél viljum við?? Eigum við að hafa hana stál eða hvíta? Á hún að vera á sökkli eða frístandandi eins og gamla vélin? Eða á hún jafnvel að vera innbyggð og reyna að fá hurð framan á hana eins og er í innréttingunni? Í dag fór ég að skoða vélar og komst að þeirri niðurstöðu að fallegast væri að vera með innbyggða, svo nú þarf ég að fara á stúfana á morgun og ath. hvort það sé hægt að fá hurð í sama viðnum og er hjá okkur og hvað það mun kosta. Svo verður bara tengdasonurinn píndur í að setja upp sökkul og setja hurðina á ef við komum til með að kaupa þannig vél. Alltaf þegar maður fer í svona hugleiðingar langar manni að gera ennþá meira, t.d. fá sér ný eldunartæki, draumur að vera með gas, setja nýjar borðplötur (granít) og jafnvel nýjar flísar á milli skápa, pínulítið dýr smekkur!!! En vélin verður að duga í bili, ekki hægt að fara til útlanda og fríska upp á eldhúsið á sama árinu.
Endilega kvittið þegar þið kíkið í heimsókn, það eru allt of margir sem kvitta ekki!!!
Þangað til næst............amma kveður.
21. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þetta er frekar leiðinlegt kerfi sem fylgir þessari blogg-síðu hvað varðar að kvitta!! EN minnsta málið samt ;) Þó svo að ég búi nú undir sama þaki og hitti ykkur daglega ;) þá þykir mér líka órtúlega vænt um ykkur krúttin mín....p.s flokkast þetta undir væmni???
Kv Tinna Txtxa ;)
þori ekki öðru.
Skrifa ummæli