Já nýja vélin kom í hús í gær, fór og keypti eitt stk Gorenja uppþvottavél eftir mikla leit okkar hjóna, held bara að við höfum farið á alla staði um helgina til að skoða úrvalið, sem er gífurlega mikið. Verðið er á bilinu 35.000 til 200.000 (ekki samt gullslegin)ef ég ætti skítnóg af peningum þá mundi ég kannski kaupa svo dýra vél. Nú er gripurinn kominn á sinn stað en það á eftir að kaupa hurð og setja sökkulinn undir, þetta verður allt orðið klárt um páskana, vonandi.
Hvað er með þetta veður?? Ég veit að við búum á hjara veraldar en kom on - brjáluð hálka í morgun og snjókoma svona eins og maður vill fá á jólunum ekki í mars. Bíð með óþreyju eftir sumrinu!
Er á kafi að skrifa ritgerð um Röddina eftir Arnald Indriðason, hrikalega spennandi bók, þið verðið að lesa hana.
Skyldan kallar-(ritgerðin)
Þangað til næst....amma kveðjur.
27. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju med nyu vélina, vona ad hún komi í gang fljótlega.
Kossar Erla B
Skrifa ummæli