30. júní 2008
EX Nam skeiðum
Enn ein útilegan á vegum EX nam var um helgina uppi á Skeiðum. Góð samvera og fullt af góðum sögum sem verða kannski rifjaðar upp hér seinna. En ég var með Nanbrauð og það voru nokkrir sem vildu fá uppskriftina en ég mundi hana ekki þrátt fyrir að hafa oft tekið til í brauðið, en hér er hún.
3 msk súrmjólk
1 msk olía
150 ml vatn
350 gr gott hveiti
1 tsk sykur
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk þurrger
Gott er að nota brauðvél til að hnoða og púla. Þegar deigið er flatt út er gott að hafa mikið hveiti á deiginu en banka það mesta af áður en grillað er svo ekki brenni of mikið. Best er að grilla brauðið við kol, en það má líka notast við gas.
kveðja, afi.
24. júní 2008
Hringurinn allur
Nú þegar hringurinn hefur verið farinn með auka keyrslu á Kárahnjúka, Dettifoss og útúrdúrar þá var þetta um 2000 km akstur 40.000 kr í bensín með tjaldvagn og fjórir í Musso jeppa. Sofið var sjö nætur á tjaldstæði og var það um 700 per mann á nótt eða 20.000 á alla. Þetta er um 60.000kr alls og 15.000kr á mann besnín og gisting. Ekki skil ég hvernig hægt er að finna það út að þetta sé sami kostnaður og fara erlendis. Einhverstaðar á prenti var fyrirsögnin á þá leið að það kostaði 120þ að fara hringinn, það hlítur að vera hringurinn á nektarbúllu fyrir einn í tvo tíma. Hafið þið reynslu af því að fara erlendis fyrir minna en 15.000 á mann í viku, þ. e. ferðir og gisting?
17. júní 2008
Í minningu Cliffs
Síðast liðin sunnudag þegar spennan var í hámarki að bíða eftir að Linda frænka í Ameríku kæmi í heimsókn þá seinna um daginn, bárust okkur þau sorglegu tíðindi að Cliff maðurinn hennar Lindu hafði látist í bílslysi um morguninn.
Við eigum fullt af fallegum minningum um hann bæði héðan af Íslandi og eins Ameríku. Þau hjónin komu til Íslands í fyrsta skiptið árið 2005 með þeim í för var dóttir Cliffs Lorie hennar maður Ron dóttir þeirra Macy og Henna barnabarn Cliffs sem Glen sonur hans á. Við fórum með þau austur að Jökulsárlóni því þeirra heitasta ósk var að sjá jökul og fara í Bláa Lónið. Þau fengu alveg frábært veður allan tímann nema þegar við vorum fyrir austan, þá var jöklasýnin ekki eins og til var ætlast en engu að síður sást í ræmurnar sem eru skriðjöklar og svo sást vel í alla jakana á lóninu. Cliff fannst mjög gaman að rölta um 101 Reykjavík og skoða gömlu húsin þar. Toppurinn var samt að fara í Bláa Lónið, var farið 3x á þessum 9 dögum sem þau voru hérna, þau hreinlega dýrkuðu staðinn og gátu verið klukkutímunum saman ofan í vatninu. Cliff fannst einstaklega gaman að láta stelpurnar maka sig allan út í kísil og gátu þær dundað við þetta tímunum saman. Honum fannst hann yngjast upp um mörg ár að vera í vatninu. Ætíð var hann léttur og alltaf til í að fíflast í manni.
Ég gæti haldið endalaust áfram að minnast hans en læt þetta duga sem og nokkrar myndir af honum og fjölskyldu þegar þau komu í heimsókn.
Þangað til næst, amma kveður.
14. júní 2008
Hringvegurinn
Nú erum við komin til Egilsstaða og erum búin að vera á ferðalagi frá því á mánudag.
Á mánudaginn fórum við að Skógum og um kvöldið gengum við upp fyrir fossinn og skoðuðum sex aðra fossa fyrir ofan Skógarfoss í heiðinni og eru þeir fjölbreytilegir og fallegir. Á þriðjdaginn fórum við að Skaftafelli og þá hafði Matti, Þórunn og Lilla bæst í hópinn og vorum við þar í tvær nætur. Skoðaður var Svartifoss og fl veðrið frábært og gaman. Fimmtudagur fór í akstur og komið við í Þorbergsafni á Hala og borðað mikið af kjötsúpu, sem var í meðallagi góð. Á Djúpavogi hefur heldur betur breyst síðan ég var þar fyrir 28 árum. Nú er ferðinni heitið á Mývatn og Dettifoss og endað í vesturfarasetrinu í Hofsósi. Það setur svip á ferðalagið að Linda frænka Sigrúnar sem ætlaði með okkur misti manninn sinn og kom því ekki með eins og ætlað var.
Á mánudaginn fórum við að Skógum og um kvöldið gengum við upp fyrir fossinn og skoðuðum sex aðra fossa fyrir ofan Skógarfoss í heiðinni og eru þeir fjölbreytilegir og fallegir. Á þriðjdaginn fórum við að Skaftafelli og þá hafði Matti, Þórunn og Lilla bæst í hópinn og vorum við þar í tvær nætur. Skoðaður var Svartifoss og fl veðrið frábært og gaman. Fimmtudagur fór í akstur og komið við í Þorbergsafni á Hala og borðað mikið af kjötsúpu, sem var í meðallagi góð. Á Djúpavogi hefur heldur betur breyst síðan ég var þar fyrir 28 árum. Nú er ferðinni heitið á Mývatn og Dettifoss og endað í vesturfarasetrinu í Hofsósi. Það setur svip á ferðalagið að Linda frænka Sigrúnar sem ætlaði með okkur misti manninn sinn og kom því ekki með eins og ætlað var.
7. júní 2008
Fríið um sumarið
Nú er komið að því að fara hringinn og er ætlunin að fara hann á 6 dögum og leggja af stað á mánudaginn kemur. Sofið verður í sígaunatuskunni og með fara Guðrún, Pálmar og Linda kani. Stoppað verður á Egilsstöðum og hér verða settar myndir inn meðan á ferðinni stendur. Alls er ég tvær vikur í fríi og tekur það gildi um miðnætti á sunnudagskvöld jibbí!!!
4. júní 2008
Björn
Nú eru allir að tala um birni, og dettur mér þá í hug saga af manni sem bjó í Flórida.
Maðurinn hafði fengið gefna góða byssu í afmælisgjöf og hann ákvað að fara á bjarnaveiðar í Alska. Þegar þangað kemur sér hann stórann björn og lætur vaða. Hann er ekki búinn að standa á fætur þegar bankað er í öxlina á honum og þar stendur stór bangsi og segir hann hafa skotið frænda sinn. Vinurinn reynir að maldra í móinn og björninn segir hættu þessu kjaftæði og droppaðu buxunum vinur, okkar maður lá í viku aumur og sár. Næsta sumar mætir hann alveg staðráðinn í að skjóta til hefnda, fann stórann björn og plaffaði á hann og það er bankað í öxlina ennþá stærri björn og núna lá hann í 2 vikur. Þriðja árið mætir hann og leitar lengi að þeim stæðsta og bang björninn féll og það er bankað um leið og sagt þú varst að drepa bróður minn og þetta var sá stærsti björn sem hann hafði séð. Já það var leitt, sagði okkar maður....á ég að droppa bux....., bíddu sagði björninn. Við höfum verið að ræða þín mál hérna í bjarnarsamfélaginu og tekið eftir því að þú kemur hérna ár eftir ár skýtur birni svo umlar í birni nokkra stund og segir íbygginn, okkar niðurstaða er að þú sért ekki að koma hingað norður eftir til að fella birni.
En af okkar birni, er merkilegt hvað margir sem ekki voru fyrir norðan vissu alveg hvernig átti að bregðast við, og svo var einhver fundinn erlendis og hún hafði mest vit á aðstæðum og hvað ætti að gera. Ég hefði ekki viljað vera ábyrgur með ráfandi ísbjörn í mannabyggð og vita ekki hvar hann bankar uppá. Svona dýr hleypur úr augsýn á nokkrum mínútum ef svo ber undir. Það er stundum auðveldara um að tala en í að komast. Hvað er svo stóra málið við að fella einn ísbjörn í þágu almannaöryggis. Fólk er drepið í þúsunda tali til að fá ódýrari olíu sem þrátt fyrir allt hækkaði svo.
Maðurinn hafði fengið gefna góða byssu í afmælisgjöf og hann ákvað að fara á bjarnaveiðar í Alska. Þegar þangað kemur sér hann stórann björn og lætur vaða. Hann er ekki búinn að standa á fætur þegar bankað er í öxlina á honum og þar stendur stór bangsi og segir hann hafa skotið frænda sinn. Vinurinn reynir að maldra í móinn og björninn segir hættu þessu kjaftæði og droppaðu buxunum vinur, okkar maður lá í viku aumur og sár. Næsta sumar mætir hann alveg staðráðinn í að skjóta til hefnda, fann stórann björn og plaffaði á hann og það er bankað í öxlina ennþá stærri björn og núna lá hann í 2 vikur. Þriðja árið mætir hann og leitar lengi að þeim stæðsta og bang björninn féll og það er bankað um leið og sagt þú varst að drepa bróður minn og þetta var sá stærsti björn sem hann hafði séð. Já það var leitt, sagði okkar maður....á ég að droppa bux....., bíddu sagði björninn. Við höfum verið að ræða þín mál hérna í bjarnarsamfélaginu og tekið eftir því að þú kemur hérna ár eftir ár skýtur birni svo umlar í birni nokkra stund og segir íbygginn, okkar niðurstaða er að þú sért ekki að koma hingað norður eftir til að fella birni.
En af okkar birni, er merkilegt hvað margir sem ekki voru fyrir norðan vissu alveg hvernig átti að bregðast við, og svo var einhver fundinn erlendis og hún hafði mest vit á aðstæðum og hvað ætti að gera. Ég hefði ekki viljað vera ábyrgur með ráfandi ísbjörn í mannabyggð og vita ekki hvar hann bankar uppá. Svona dýr hleypur úr augsýn á nokkrum mínútum ef svo ber undir. Það er stundum auðveldara um að tala en í að komast. Hvað er svo stóra málið við að fella einn ísbjörn í þágu almannaöryggis. Fólk er drepið í þúsunda tali til að fá ódýrari olíu sem þrátt fyrir allt hækkaði svo.
2. júní 2008
Carmina Burena
Flottir tónleikar í Langholtskirkju í gærkvöldi og það var gaman að taka þátt í þeim. Mikill þungi í fluttningi og flytjendur voru um 150 manns eða á milli 10 og fimmtán tonn af kjöti. Það vekur mann samt til umhugsunar til hvers maður er að æfa eitthvað verk mánuðum saman tugi klukkutíma og svo er það flutt og þá er klappað í 2 mínútur og svo haldið heim. Verkið gleymt og samt kemur maður aftur að hausti og vill fara að æfa eitthvað sem maður hefði aldrei sett í spilarann og ef það hefði komið í útvarpinu hefði maður bara skipt um rás. Þetta er náttúrulega bara bilun.
Auðvitað verður enn meira fjör að flytja verkið í Carnege Hall og ég hefði viljað taka þátt í því, en það er ekki allt hægt. Vonandi fáum við fréttir af þeim tónleikum þegar þeir eru yfirstaðnir.
Auðvitað verður enn meira fjör að flytja verkið í Carnege Hall og ég hefði viljað taka þátt í því, en það er ekki allt hægt. Vonandi fáum við fréttir af þeim tónleikum þegar þeir eru yfirstaðnir.
Hverju á að trúa?
Lítil frétt um yfrlýsingu utanríkisráðherra Bandaríkjana frú G. Grjón vegna yfirlýsingar íslenskra yfirvala um slæma meðferð fanga á Kúpu, þar sem hún heldur því fram að allt sé í himnalagi á Kúpu er allveg nýtt fyrir okkur að heyra hér í fjölmiðlum. Kanski er þetta rétt hjá henni og það er þá bara búið að mata okkur á röngum fréttum lengi. Ef svo er hvað er þá starfsfólk fjölmiðla á íslandi að hugsa núna? Kanski trúir það ekki orði af þessari frétt og finnst það ekki fréttnæmt að utanríkisráðherra Bandríkjana haldi fram skoðun sem ekki almenn í evrópu og víðar. En hvað um það Kínverjar segja líka að ekki sé neitt að hjá þeim í mannréttindamálum, en Bandaríkjamenn eru alls ekki á sama máli. Rússar segja líka það sama þegar þeir eru að herja á nágranna sína og hafa verið sakaðir um að hafa eitrað fyrir þeim, ekki benda á mig. Allar þessar þjóðir eru samt með skýringu til vara þ. e, grafa undan stjórnvöldum, alþjóða hryðjuverk, þjóðaröryggi. Ef þeir hafa verið að ljúga þá var það nauðsynlegt. Minnkandi trú og áhugi almennings á stjórnmálum á sínar skýringar og þetta er kanski hluti af því? Nú eru komnar fréttir af fangaskipum á vegum Bandaríkjamanna vonum að allt sé í lagi þar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)