Nú eru allir að tala um birni, og dettur mér þá í hug saga af manni sem bjó í Flórida.
Maðurinn hafði fengið gefna góða byssu í afmælisgjöf og hann ákvað að fara á bjarnaveiðar í Alska. Þegar þangað kemur sér hann stórann björn og lætur vaða. Hann er ekki búinn að standa á fætur þegar bankað er í öxlina á honum og þar stendur stór bangsi og segir hann hafa skotið frænda sinn. Vinurinn reynir að maldra í móinn og björninn segir hættu þessu kjaftæði og droppaðu buxunum vinur, okkar maður lá í viku aumur og sár. Næsta sumar mætir hann alveg staðráðinn í að skjóta til hefnda, fann stórann björn og plaffaði á hann og það er bankað í öxlina ennþá stærri björn og núna lá hann í 2 vikur. Þriðja árið mætir hann og leitar lengi að þeim stæðsta og bang björninn féll og það er bankað um leið og sagt þú varst að drepa bróður minn og þetta var sá stærsti björn sem hann hafði séð. Já það var leitt, sagði okkar maður....á ég að droppa bux....., bíddu sagði björninn. Við höfum verið að ræða þín mál hérna í bjarnarsamfélaginu og tekið eftir því að þú kemur hérna ár eftir ár skýtur birni svo umlar í birni nokkra stund og segir íbygginn, okkar niðurstaða er að þú sért ekki að koma hingað norður eftir til að fella birni.
En af okkar birni, er merkilegt hvað margir sem ekki voru fyrir norðan vissu alveg hvernig átti að bregðast við, og svo var einhver fundinn erlendis og hún hafði mest vit á aðstæðum og hvað ætti að gera. Ég hefði ekki viljað vera ábyrgur með ráfandi ísbjörn í mannabyggð og vita ekki hvar hann bankar uppá. Svona dýr hleypur úr augsýn á nokkrum mínútum ef svo ber undir. Það er stundum auðveldara um að tala en í að komast. Hvað er svo stóra málið við að fella einn ísbjörn í þágu almannaöryggis. Fólk er drepið í þúsunda tali til að fá ódýrari olíu sem þrátt fyrir allt hækkaði svo.
4. júní 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli