2. júní 2008

Carmina Burena

Flottir tónleikar í Langholtskirkju í gærkvöldi og það var gaman að taka þátt í þeim. Mikill þungi í fluttningi og flytjendur voru um 150 manns eða á milli 10 og fimmtán tonn af kjöti. Það vekur mann samt til umhugsunar til hvers maður er að æfa eitthvað verk mánuðum saman tugi klukkutíma og svo er það flutt og þá er klappað í 2 mínútur og svo haldið heim. Verkið gleymt og samt kemur maður aftur að hausti og vill fara að æfa eitthvað sem maður hefði aldrei sett í spilarann og ef það hefði komið í útvarpinu hefði maður bara skipt um rás. Þetta er náttúrulega bara bilun.
Auðvitað verður enn meira fjör að flytja verkið í Carnege Hall og ég hefði viljað taka þátt í því, en það er ekki allt hægt. Vonandi fáum við fréttir af þeim tónleikum þegar þeir eru yfirstaðnir.

Engin ummæli: