17. júní 2008
Í minningu Cliffs
Síðast liðin sunnudag þegar spennan var í hámarki að bíða eftir að Linda frænka í Ameríku kæmi í heimsókn þá seinna um daginn, bárust okkur þau sorglegu tíðindi að Cliff maðurinn hennar Lindu hafði látist í bílslysi um morguninn.
Við eigum fullt af fallegum minningum um hann bæði héðan af Íslandi og eins Ameríku. Þau hjónin komu til Íslands í fyrsta skiptið árið 2005 með þeim í för var dóttir Cliffs Lorie hennar maður Ron dóttir þeirra Macy og Henna barnabarn Cliffs sem Glen sonur hans á. Við fórum með þau austur að Jökulsárlóni því þeirra heitasta ósk var að sjá jökul og fara í Bláa Lónið. Þau fengu alveg frábært veður allan tímann nema þegar við vorum fyrir austan, þá var jöklasýnin ekki eins og til var ætlast en engu að síður sást í ræmurnar sem eru skriðjöklar og svo sást vel í alla jakana á lóninu. Cliff fannst mjög gaman að rölta um 101 Reykjavík og skoða gömlu húsin þar. Toppurinn var samt að fara í Bláa Lónið, var farið 3x á þessum 9 dögum sem þau voru hérna, þau hreinlega dýrkuðu staðinn og gátu verið klukkutímunum saman ofan í vatninu. Cliff fannst einstaklega gaman að láta stelpurnar maka sig allan út í kísil og gátu þær dundað við þetta tímunum saman. Honum fannst hann yngjast upp um mörg ár að vera í vatninu. Ætíð var hann léttur og alltaf til í að fíflast í manni.
Ég gæti haldið endalaust áfram að minnast hans en læt þetta duga sem og nokkrar myndir af honum og fjölskyldu þegar þau komu í heimsókn.
Þangað til næst, amma kveður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hae Sigrún!
Tetta var sennilega sú fallegasta minningargrein sem ég hef séd.
Erla.
Skrifa ummæli