Nú erum við komin til Egilsstaða og erum búin að vera á ferðalagi frá því á mánudag.
Á mánudaginn fórum við að Skógum og um kvöldið gengum við upp fyrir fossinn og skoðuðum sex aðra fossa fyrir ofan Skógarfoss í heiðinni og eru þeir fjölbreytilegir og fallegir. Á þriðjdaginn fórum við að Skaftafelli og þá hafði Matti, Þórunn og Lilla bæst í hópinn og vorum við þar í tvær nætur. Skoðaður var Svartifoss og fl veðrið frábært og gaman. Fimmtudagur fór í akstur og komið við í Þorbergsafni á Hala og borðað mikið af kjötsúpu, sem var í meðallagi góð. Á Djúpavogi hefur heldur betur breyst síðan ég var þar fyrir 28 árum. Nú er ferðinni heitið á Mývatn og Dettifoss og endað í vesturfarasetrinu í Hofsósi. Það setur svip á ferðalagið að Linda frænka Sigrúnar sem ætlaði með okkur misti manninn sinn og kom því ekki með eins og ætlað var.
14. júní 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gaman ad lesa fréttir úr ferdalaginu:) Vona ad restin verdi eins gód!!
bkv Erla
Skrifa ummæli