30. júní 2008

EX Nam skeiðum


Enn ein útilegan á vegum EX nam var um helgina uppi á Skeiðum. Góð samvera og fullt af góðum sögum sem verða kannski rifjaðar upp hér seinna. En ég var með Nanbrauð og það voru nokkrir sem vildu fá uppskriftina en ég mundi hana ekki þrátt fyrir að hafa oft tekið til í brauðið, en hér er hún.

3 msk súrmjólk
1 msk olía
150 ml vatn
350 gr gott hveiti
1 tsk sykur
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk þurrger

Gott er að nota brauðvél til að hnoða og púla. Þegar deigið er flatt út er gott að hafa mikið hveiti á deiginu en banka það mesta af áður en grillað er svo ekki brenni of mikið. Best er að grilla brauðið við kol, en það má líka notast við gas.
kveðja, afi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er búin ad reyna ad komast inn í albúm 2 enn ég kemst ekki inn .....
Erla