14. nóvember 2009

Fáfræði er hættuleg

Ég var í djúpum samræðum við strákinn í beinaverksmiðjunni um daginn um aids. Hann gat ekki hugsað sér að nota smokkinn, en hann átti margar fastar vinkonur. Hann útlskýrði fyrir mér að þær væru alveg nauðsynlegar allar samann af praktískum ástæðum.
Ástæðurnar gengu út á að hann færi á milli staða þegar hann ætti frí frá fiskimjölsverksmiðjunni (vinnur við að moka).
Svona gengu umræðurnar áfram hann sagði t.d. að hans vinkonur væru bara með honum og byggði það á því að ef hann hringdi á kvöldin þá segðust þær vera einar, mér fannst hann vera barnalegur að trúna því.
Svo var hann var kominn í þrot með rök, þá sagði hann "en ég held að það sé ekki til neinn aids", þú verður að trúa því sagði ég fólk deyr reglulega allt í kringum þig úr aids. Getur þú sýnt mér mynd af aids sagði hann, en það þarf ekki eltast við það hann trúir því sem hentar honum og er ekki einn um það. Eða annars........ eigið þið mynd af aids? Kveðja afi.

13. nóvember 2009

Er jörðin flöt?

Jörðin er hnöttur sagði ég við bílstjórann okkar og hann varð frekar skrítinn á svipinn. Ekki var hann sammála því og sagði í efasemdartón þetta gegnur ekki upp, hvað er þá hinum meginn við? Ég spurði á móti ef jörðin er flöt eins og borðið hvað er þá þegar þú ferð fram af borðinu?
Svona voru samræðurnar og alveg sama þótt ég sýndi honum google earth þá vildi hann hafa hana flata. Þetta er ekki sá fyrsti sem ég ræði við á þessum nótum og allir vilja þeir hafa hana flata, einnig útskrifaðir stýrimenn var mér sagt af íslending sem var hér.
Og þá spyr maður er jörðin kanski flöt og öll vískindi bara svindl og myndirnar frá geimnum, bara eins og í spaugstofunni eitt samsæri?

11. nóvember 2009

Ísland í dag?

Ég hef ekki verið að fylgjast mikið með fréttum frá Íslandi en það sem ég hef lesið, hefur verið á þann veg að maður vill bara fara út í garð og hafa það gott í sólinni.
Fólk er að velta sér uppúr því aftur og aftur að það er búið að tæma sjóði ríkisins, sveitaféaga, bankanna, lífeyrispotturinn, heimilanna, varasjóðir trygginarfélaganna, alls staðar þar sem tvær krónur voru samankomnar þar voru þær hirtar slegið lán og notað í alls konar brask og gæluverkefni.
Þá er bara svona sirka enginn peningur til hjá flestum og skuldir hjá sumum. Þeir sem eru í aðstöðu til leggja álögur á til að safna aftur í kassana (sína) gera það. Ef einhver á eitthvað annað en skuldir skal hann borga.
En nú er ég farinn út í sólina, kveðja afi.

3. nóvember 2009

Lífsins elexír

Nú hef ég fengið uppskriftina af allra meinabót. Og það sem meira er það er hægt að nota mixtúruna í staðinn fyrir morgunmat og bæta við kaffi til fullkomnunar.
LECITHIN 1 msk
CANOLA OLÍA 1 msk
HAFRAMJÖLSHÍÐI 1 msk
HAFRAMJÖL 1 msk
RÚSSÍNUR hálf lúka
ENGIFER fjórðungur úr tsk
KANILL fjórðungur úr tsk
svo er hellt hálfum bolla af heitu vatni yfir og borðað og þá er kaffið tilbúið
kveðja, afi á heilsunótunum

Endurvinnsla í verki

Ég hef áður minnst á að hér eru allir hlutir sem settir eru í rusladalla teknir til endurskoðunar. Þá er ekki álit eins sérfræðings tekið fullgilt heldur koma í fyrstu svona 4 - 7 og skoða hvað það var sem sett var í rusla dallinn (tekur ca 3 tonn). Svo gera þeir sem eiga leið um svæðið far um að skoða og draga upp úr kassanum bandsotta, vírnetsbúta brotnar spítur í eldinn málningardollur, pappakassa til einangrunar á gettóunum og rifnir strigapokar til að hengja upp í loftið á gettóunum A4 pappír til að skeina sér á og lesa í leiðinni.
Ég hef rekist á það þegar ég leit inná salerni á svæðinu að rekstrar uppgjör fyrirtækis lá á vaskinum og voru menn að nota síðurnar jöfnum höndum til gagns og gamans og samt skilaði félagið hagnaði.
Það sem ekki er hirt upp fer á haugana og það er ekki mikið, og þegar þangað er komið tekur annað lið umhverfisvænna-endurskoðenda og eru þeir mikið harðari í dómum sínum.
Plastpokar sem halda vatni eru notaðir til að selja í þeim Tombó en það er áfengur drykkur sem dökkir heimamenn búa til sjálfir (sykur vatn ger batterí strigapokar) og er seldur á 15 kr líterinn ef þú skaffar pokann sjálfur. Ef pokinn lekur má nota hann undir rusl eða þétta gettóið. Jógúrt dollur eru mikils virði og eru meðal annars notaðar til að drekka úr þeim kaffi.
Bílar eru keyrðir út og svo helmingi meira en það sem leigubílar. Einn íslendingur á svæðinu tók sér far með svoleiðis bíl og sagði að það hefði þurft að hafa rúðurnar opnar til að deyja ekki úr kolsýrlingseitrun og svo stendur mökkurinn afturúr.
Hér eru menn ekki að nota of mikinn pappír og nauðsynleg leyfi eru alls ekki til staðar hjá sumum, enda bara bruðl á pappír.
Konurnar nota teppi til að vefja utan um hvítvoðungana hafa þá á bakinu og bagsa svo við að búa til mat handa verkafólki og selja á götunni sem verksmiðjurnar standa við. Maturinn er svo afgreiddur upp úr notuðum málningardollum. Það sem selt er úr dollunum hefur ekki skaðað umhverfið því að engin pappírsviðskipti fygja fiski sem rennur í vasa og seldur er í vöruskiptum á götunni og umbúðirnar utan um fiskinn eru eitthvað sem hefur verið notað áður og verður notað meðan það hangir saman, og þá....... þú veist hver hinsta kveðjan er.
Gamlar netadræsur eru notaðar til að hengja upp utanhúss til að verjast sól og eða binda sand. Farsímar eru skrúfaðir samann og sameinaðir og notaðir þótt þeir séu komnir í parta. Flest allt matarkins sem þeir þekkja er étið, en þeir eru ekki mikið fyrir fisk.
Hér er svo komið að því allra umhverfisvænasta, það er ekki keypt mikið af óþarfa hlutum sem liggja svo bara í reyðuleysi.

19. október 2009

Sofið í helli

Við félagarnir úr Atlantis keiluklúbbnum á fimmtudagskvöldum fórum í góðann túr um helgina á búgarð sem fyrrverandi bakari hér í Walvis Bay á. Þetta er 13000 hektara jörð sem var 38000 hektarar áður en henni var skipt upp og seld. Það var grillað og skoðaðar stjörnurnar í stórum stjörnukíki sem var til staðar. En aðstaðan er þannig að það var sofið í helli sem var búið að laga til. Klóið var úti og hægt að skoða stjörnur á nóttunni og Sebra á daginn þannig að ekkert lá á að klára. Sama var með bað og sturtu. Hitinn var yfir 30 gráður og loftið þurrt.
Svo var farið í Solitare í morgunmat daginn eftir og komið við heima hjá bóndanum og farið í sundlaugina sem var í frábæru umhverfi.
Á sunnudegi var farið í boði frænda Villi eins og hann er kallaður á opnum Landrover og skoðað gilið sem áin í landi hans rennur um ca 2x á ári. Það er ómetanlegt að skoða þetta með manni eins og honum, þekkir svæðið út og inn, skilur samspil náttúrunnar og kann að segja frá því.
Það má segja frá því að um árið voru íslendingar á ferð yfir brú í þessu gili og eitthvað bil var á milli bílanna og seinni bíllinn varð að bíða í nokkrar klukkutíma vegna þess að það hafði flotið yfir brúna og ófært.
Posted by Picasa

Dagurinn í dag

Þetta var svona dæmigerður dagur. Vakna kl 06.15 og koma vinnslu af stað fyrir 07.00 sækja aðföng í bæinn, hefti fyrir netið á grindurnar gas á lyftarann og fl. Þá var komið að þeim sem vakna á skrifstofutíma og hringja í Arabann sem seldi okkur fisk sem hann átti ekki og krefjast endurgreiðslu, sem hafðist og fylgjast með að það skilaði sér á reikninginn. Annar rúntur um verksmiðjuna og þá..... einn starfsmaður sem ég hafði ávítað áður nýkominn úr kaffi og svo önnum kafinn við að senda SMS að hann tók ekki eftir mér. Guttinn var í 23 gráðu hita í kuldaúlpu og ég greip aðeins í úlpuna með annari og ég er ekki frá því að hann hafi aðeins lyfts upp frá jörðu (ekkert nema pungurinn og eyrun) og ávítaði hann fyrir barnaskapinn. Þetta er auðvitað alveg kolvitlaus aðferð og mikið betra að taka upp farsímann og sjá til að hann komi bara ekki aftur. Hann gæti tildæmis unnið hjá símanum. En svona getur skapið farið með mann. Hann var umkringdur bræðrum sem betur fer fyrir mig, en enginn tók upp hanskann fyrir hann. (Hér eru málaferli þjóðaríþrótt eins og hjá kananum). Þá fór ég yfir byrgðir af umbúðum og komst að því að það er verið að stela striga í óásættanlegu magni. Svo voru hnífarnir brýndir og tekið kaffi í Hampiðjunni, ein saga í kaupbæti. Tekinn púlsinn á íslandi og borgaðir reikningar og farið yfir tímaskráningar. Svarað tölvupósti um kör og strigakaup og þá er komið að mat. En matartími hér byrjar kl 13 og þá er búið að vinna frá kl 07 að frádregnu kaffi sem er 15 mín og hefst vinna eftir mat kl 14.oo. Ég fer út að borða í matartímanum og í boði var alvöru kjötkássa með salati og grjónum og kostar það 450 kr ísl og diskurinn er klár þegar ég mæti. Eftir hádegi eru bara 3 tímar í vinnslu auk þrifa og notaði ég tímann til að sega til við pökkun og snyrtingu á fiskinum, já það verður að gera það líka. Leyfði starfsmönnum að taka fisk með heim sem við getum ekki notað. Þegar verið var að klára þrifin kemst ég að því að það hefur verð stolið salti sem við vorum að nota. Á morgun verður enginn fiskur gefinn því það var stolið, það er bara þannig að hér þurfa að vera einfaldar reglur sem allir skilja.
Þá hringir síminn og það er fasteignasalinn sem leigir okkur húsið og vill fá að sýna það væntanlegum kaupanda, jú auðvitað er maður greiðvikinn og setur öll þjófavarnarkerfin á og brunar heim og gengur frá útilegubúnaðinnum frá helginni og þá er bankað, jú gjörið svo vel að koma inn. Trufla nei nei skoðið bara eins og ykkur lystir...... kveðja afi