19. október 2009

Dagurinn í dag

Þetta var svona dæmigerður dagur. Vakna kl 06.15 og koma vinnslu af stað fyrir 07.00 sækja aðföng í bæinn, hefti fyrir netið á grindurnar gas á lyftarann og fl. Þá var komið að þeim sem vakna á skrifstofutíma og hringja í Arabann sem seldi okkur fisk sem hann átti ekki og krefjast endurgreiðslu, sem hafðist og fylgjast með að það skilaði sér á reikninginn. Annar rúntur um verksmiðjuna og þá..... einn starfsmaður sem ég hafði ávítað áður nýkominn úr kaffi og svo önnum kafinn við að senda SMS að hann tók ekki eftir mér. Guttinn var í 23 gráðu hita í kuldaúlpu og ég greip aðeins í úlpuna með annari og ég er ekki frá því að hann hafi aðeins lyfts upp frá jörðu (ekkert nema pungurinn og eyrun) og ávítaði hann fyrir barnaskapinn. Þetta er auðvitað alveg kolvitlaus aðferð og mikið betra að taka upp farsímann og sjá til að hann komi bara ekki aftur. Hann gæti tildæmis unnið hjá símanum. En svona getur skapið farið með mann. Hann var umkringdur bræðrum sem betur fer fyrir mig, en enginn tók upp hanskann fyrir hann. (Hér eru málaferli þjóðaríþrótt eins og hjá kananum). Þá fór ég yfir byrgðir af umbúðum og komst að því að það er verið að stela striga í óásættanlegu magni. Svo voru hnífarnir brýndir og tekið kaffi í Hampiðjunni, ein saga í kaupbæti. Tekinn púlsinn á íslandi og borgaðir reikningar og farið yfir tímaskráningar. Svarað tölvupósti um kör og strigakaup og þá er komið að mat. En matartími hér byrjar kl 13 og þá er búið að vinna frá kl 07 að frádregnu kaffi sem er 15 mín og hefst vinna eftir mat kl 14.oo. Ég fer út að borða í matartímanum og í boði var alvöru kjötkássa með salati og grjónum og kostar það 450 kr ísl og diskurinn er klár þegar ég mæti. Eftir hádegi eru bara 3 tímar í vinnslu auk þrifa og notaði ég tímann til að sega til við pökkun og snyrtingu á fiskinum, já það verður að gera það líka. Leyfði starfsmönnum að taka fisk með heim sem við getum ekki notað. Þegar verið var að klára þrifin kemst ég að því að það hefur verð stolið salti sem við vorum að nota. Á morgun verður enginn fiskur gefinn því það var stolið, það er bara þannig að hér þurfa að vera einfaldar reglur sem allir skilja.
Þá hringir síminn og það er fasteignasalinn sem leigir okkur húsið og vill fá að sýna það væntanlegum kaupanda, jú auðvitað er maður greiðvikinn og setur öll þjófavarnarkerfin á og brunar heim og gengur frá útilegubúnaðinnum frá helginni og þá er bankað, jú gjörið svo vel að koma inn. Trufla nei nei skoðið bara eins og ykkur lystir...... kveðja afi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég varð nú eiginlega bara þreytt af að lesa þetta.

Kv
SG

Asgeir sagði...

já ég gat bara ekki haft þetta styttra frú S