16. júní 2009
Munaður ekki sjálfgefinn hér
Um helgina var lokað fyrir sjónvarpið og kom í ljós að eigandi hússins hafði lagt svo fyrir en við vorum búnir að borga, hægt var að fá opnað aftur eftir fortölur. Á mánudagsmorgni var lokað fyrir rafmagnið og kom í ljós við eftirgrenslan að rafmagnið var tekið af vegna innsláttarvillu hjá rafveitunni sem er algengt og að rafmagnið ætti bara að koma á hið allra fyrsta. En maðurinn sem væri í því að loka fyrir rafmagnið færi svo í að opna fyrir eftir því sem greitt væri og það væri bara mikið að gera hjá karli, en það kæmi á í dag. í morgun var ekki komið rafmagn á, en eftir hringingar þá kom það fyrir rest. Þannig að í gærkvöldi var lesið við kertaljós. Þegar maður vaknaði í morgun fór frammúr í myrkri og burstaði tennurnar þá var maður bara þakklátur fyrir að hafa rennandi vatn, en það var einmitt vatnslaust um daginn.
14. júní 2009
Verðlagið
Hef verið að bera saman verð á matvælum og fl. tek hér nokkur dæmi. Franskbrauðhleyfur lítill (eins og tvö rúnnstykki) kr 20 ekki selt á íslandi, mjólk 1 líter kr 165 kostaði ca 80 á ísl. að þvo og þurrka bílinn ekki bón 375 kr. Fara út að borða nautasteik með víni 1.500 kr. Að fara á kei eff sí KFC með kóki og svoleiðis 675 svipað kostar að fara á amerískan hammborgara stað. Hús kosta 15 - 25 milljonir og eru þá stór og nýleg. Hægt er að fá einbýlishús á 10 millur með skúr og samt þannig að íslendingar gætu sætt sig við. Bílar kosta eitthvað minna en heima, en sem dæmi kostarToyota Landcr. 120VX 2009 með leðri nýr 6,5 milljónir. Musso eins og minn ´98 kostar hins vegar 3 sinnum meira hér í Walvis en heima. Það er vöntun á notuðum ódýrum bílum hér en offramboð af þeim heima. Auk þess eldast bílar betur hér.
Rakarinn í Walvis Bay
Í gær fór ég til rakarans sem kann að klippa ókrullað hár. Hann er staðsettur við hliðinna á bensínstöð sem er í miðbænum, ekki ósvipað umhverfi og var hjá BSR við Hafnarstræti forðum. Þegar inn var komið var kallinn (65) standandi við stólinn að klára eina karrí böku og bauð mér sæti í stólnum sem var sennilega frá þeim tíma er hann kláraði að læra. Spegill var á veggnum á móti en ég gat ekki séð mig í honum því hann var þakinn myndum af fjölskyldunni og tveim metrum of langt frá stólnum. Karlinn þurkaði sér um munninn bauð sæti og spurði hvernig ég vildi hafa klippinguna og svo hófst hann handa. Ég fékk það strax á tilfinninguna að það væri verið að rýja með rafmagns-klippum og ég væri bara ein rollan enn. (Ég hef lent í því áður hjá Ragga rakara í Keflavík, nema þá fékk maður það á tilfinninguna að hann væri að vera of seinn í aðgerð í einhverju fiskhúsinu og hann hefði týnt skærunum). Nema hvað... Walvis Bay raggi átti skæri og saxaði eitthvað og svo var hann alltaf að bursta af mér hárið og dreifa púðri sem minnti á smábarnarassa púður og lyktin sú sama. Þetta setti hann á hálsinn og nuddaði og burstaði svo að mér sótti hnerri sem braust út með hvelli og þá skyndilega var hann búinn að klippa. Þegar ég svo stend uppúr stólnum þá sé ég á miða sem stendur á stórum stöfum "ef þú reykir ekki þá rek ég ekki við" góð ábending walvis ragga..... Þá var komið að því að greiða, tónlistin hljómaði frekar hátt gamli söng með og ég heyrði ekki alveg hvað hann sagði eða söng en.... gjaldið var 375kr ísl. Það var stuð hjá walvis bay ragga og ég hlakka til að fara aftur.
Síðustu viðskipti sem ég átti við íslenskan rakara var gjaldið 3.200 kr ísl en klippingin betri. Satt best að segja þá var þessi klipping mun betri en ég fekk hjá rakaranum í Lindarhverfinu fyrir ári.
Síðustu viðskipti sem ég átti við íslenskan rakara var gjaldið 3.200 kr ísl en klippingin betri. Satt best að segja þá var þessi klipping mun betri en ég fekk hjá rakaranum í Lindarhverfinu fyrir ári.
30. maí 2009
Fyrsti starfsmaðurinn
Það er við hæfi að taka mynd af fyrsta starfsmanninum og með fylgir mynd af því húsnæði sem við fengum. Það er mikill munur að hafa húsnæði útaf fyrir sig. Þegar maður er búinn búa sér í rúm 30 ár er erfitt að búa í bakgarði hjá einhverjum og þurfa að hafa það á samviskunni að verkja eigendurnar ef maður kemur heim eftir kl 21.00. En svona lítur húsið út frá götunni. Myndin af starfsmanninum er tekinn fyrir utan skrifstofurnar hjá okkur. Hún þrífur skrifstofurnar utan og innan, hálfan dag í viku og hefur vit á að fara fram á tvöfalt kaup enda er hún verktaki kann á tölvu, með grade 12.
21. maí 2009
Afríku dagur í dag
Uppstigningardagur er kallaður Afríkudagur í Suður Afríku, Botswana og að ég held í Zimbawe líka. Haldnar eru ræður í tilefni dagsins og tók ég eftir því þegar ég var að baka köku í dag að ráðamaður lagði til að Namibíumenn væru haldnir sjálfstjórnar veiki (independence sindrome)Það var að skilja á hans máli að þetta birtist aðalega í að landsmenn væru að bíða eftir frumkvæði stjórnvalda og reiða sig um of á þau. Þetta er sjálfsagt bara rétt hjá karli, sennilega er þetta viðhorf víða ríkjandi um heiminn.
17. maí 2009
"Til hamingju Ísland"
Nú gleðst maður í hjarta sínu yfir góðum árangri í Evróvision. Alltaf gaman þegar vel gengur en þetta var framan björtustu vonum mínum. Það er helst að frétta um helgina að ég fór í siglingarklúbbinn og var niður á strönd fyrrihluta sunnudagsins og hafði gaman að horfa á menn glíma við seglabáta í miklum vindi rétt fyrir utan ströndina.
Lítil eðla er garðinum og hefur hún meira að segja látið sig hafa það að koma inní stofu til okkar og fór undir sófa og var þar í nokkra stund áður en hún þorði að koma undan honum og skaust út í garð aftur.
Óli fór á bridge landsmót í Namibíu og náði 3ja sæti með sínum makker, og er hann að vonum kátur með það.
Lítil eðla er garðinum og hefur hún meira að segja látið sig hafa það að koma inní stofu til okkar og fór undir sófa og var þar í nokkra stund áður en hún þorði að koma undan honum og skaust út í garð aftur.
Óli fór á bridge landsmót í Namibíu og náði 3ja sæti með sínum makker, og er hann að vonum kátur með það.
16. maí 2009
Fluttir í nýtt húsnæði
Nú erum við fluttir í annað íbúðarhúsnæði sem við verðum í til einhverrar framtíðar. Þetta er mikill munur, sem felst í því að maður tekur loksins uppúr ferðatöskunum og finnst maður vera heima hjá sér. Í tilefni dagsins var grillað og setið í garðinum og borðað. Húsið sem við fengum leigt er um 150 fm og með 2 stórum herbergjum og baranherbergi. Auk þess eru tvö baðhergi með sturtu og baðkeri. Stofan er þokkaleg og hellulagður garður. Auk þess er stór bílskúr fyrir tvo bíla með sjálfvirkum opnara. Öryggis kerfi er með húsinu og það er fullbúið til að búa í því með sjónvarpi og sængurfötum, líkamsræktartæki í skúrnum. Allt þetta kostaði töluvert minna en það sem við vorum í.
Einnig fluttum við í skrifstofuna á verksmiðjusvæðinu og komum okkur þar fyrir og unnum þaðan og var það bara góð tilbreyting frá því að sitja í sófa með læratölvuna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)