15. febrúar 2010

Humarveiðar Walvis Bay


Við fórum samann íslendingarnir og veiddum humar fyrir nokkru. Þetta fer þannig fram að það þarf að fá leyfi til veiðanna hjá yfirvöldum. Það kostar 240 kr og gildir í einn mánuð. Veiðarnar eru með því skilyrði að ekki má nota nein veiðarfæri heldur þarf að grípa humarinn með höndunum, og þar reyndi á íslendinginn sem hafði aldrei prufað það áður.
Eftir að hafa vaðið og kafað í sjónum töluverðann tíma þá hafðist það án tilsagnar. Bara að stjúka klettunum og finna holu stinga höndunum ofaní hana eins lagnt og maður kemmst og þegar maður verður var við hreifingu er bara að grípa fast því hann berst um og bítur.
Ekki er leyfilegt að taka með sér fleiri en 7 humra heim og þurfa þeir að ná lágmarkstærð og er hún svipuð og stærsti humar á íslandi.
Ég hefði farið strax helgina á eftir, en sólbrunninn eftir volkið hélt mér heima. Humarinn bragðaist vel en auðvitað var hann borðaður á ströndinni.
Á stuttum tíma (þegar búið var að finna út hvernig) náðust 25 humrar en auðvitað var sleppt humri til að uppfylla lagalega skildu.
Þó gæti verið að einhverjir af þeim hafi skriðið ofaní sjávarréttinn hjá Eyfa sem var einmitt að elda þarna á ströndinni rétt hjá á sama tíma, en um þetta veit ég auðvitað ekki neitt. En það sem var alveg víst var risarækja, gerfi krabbi kræklingur og margt fleira í pojkí pottinum þeim. Meðfylgjandir er svo mynd af henni Arndísi Eyfadóttur en hún aðstoði við að segja til á ströndinni. Þeir sem hafa áhuga á að skoða myndina betur þá er bara að klikka á hana humarinn er í poka aftan við dísina.
kveðja Afi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rifjuðust ekki upp gamlar minningar frá Luderitz þegar þú fórst á veiðarnar þó svo að veiðiaðferðin hafi ekki verið sú sama. Kannski sama stemming.

Kv
SG

Asgeir sagði...

jú frú þessi stemming á ströndinni var bara góð það er hægt að fara með minni fyrirhöfn hér en Luderitz er miklu flottari á ströndinni