22. febrúar 2010
Tiger Woods
Nú vita flestir að Tiger hefur átt í erfiðleikum með einkalífið. Hann hefur viðurkennt eftir mikinn þrýsting framhjáhald. Auðkjúkur stendur hann og ávarpar heiminn að viðstöddum ættingjum og þeim sem hag hafa af því að hann nái að þvo sig af því að hafa verið á röngum velli með röngum spilurum. Hann fær svipaða athygli og ef Bandaríkjamenn væru að hefja innrás einhversstaðar. Meðan hann er að lesa ræðuna dettur mér í hug Árni Jónsen Þingmaður, ég veit ekki af hverju en kanski af því að Tigerinn bregst alveg allt öðruvísi við en aumingja Árni sem lenti í sínu máli. Mjög líklegt er að þessi ræða hjá Tígernum hafi verið saminn og lesinn af öllum þeim sérfræðingum sem best kunna til verka við að þrífa upp eftir skandalinn. En,kanski var þetta ekki svo slæmt hjá Árna óstuddur fór hann í kastljósið og .......? já ... niðurstaðan er, hann fór á þing. Sennilega fer Tigerinn að vinna fyrir sér og fylgdarliði fljótlega og þá verður aftur kátt í höllinni. kveðja, afi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli