18. janúar 2010

BMW að hætti Damara

Heyrði sögu í hádeginu af Damara fjölskyldu sem átti BMW. Bíllinn var vélarlaus á fjórum hjólum með topplúgu, en það kom ekki að sök, þau öttu fyrir 4 ösnum sem voru samsíða þannig að ekki var hægt að fara í gegnum hlið á eðalgrippnum. Sá er sagði söguna spurði karlinn af hverju hann hefði ekki 2 tvíeyki, það gengur ekki upp því þá er annað asna parið latara og lætur hina draga sig áfram.
Aksturinn fór þannig fram að taumarnir voru settir í gegnum framrúðuna og þar sat kerlingin í framsætinu farþegameginn og stjórnaði ösnunum og karlinn hélt um stýrið á Bimmanum og stýrði og bremsaði. Svo var aftursætið hlaðið af krökkum eins og gengur. Mikið hefði ég viljað sjá þetta, en svona getur maður átt von á að sjá hérna þegar maður ferðast um þjóðvegina. Þessi bimmi var þá ca 4 asnaöfl.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahahha þetta er bara fyndið!!! :)
Kv. Eva