3. nóvember 2009

Lífsins elexír

Nú hef ég fengið uppskriftina af allra meinabót. Og það sem meira er það er hægt að nota mixtúruna í staðinn fyrir morgunmat og bæta við kaffi til fullkomnunar.
LECITHIN 1 msk
CANOLA OLÍA 1 msk
HAFRAMJÖLSHÍÐI 1 msk
HAFRAMJÖL 1 msk
RÚSSÍNUR hálf lúka
ENGIFER fjórðungur úr tsk
KANILL fjórðungur úr tsk
svo er hellt hálfum bolla af heitu vatni yfir og borðað og þá er kaffið tilbúið
kveðja, afi á heilsunótunum

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á sem sagt að komast í dýru jakkafötin um jólin?

Kveðja
SG

Asgeir sagði...

þetta er ekki megrunarkúr heldur er tilgangurinn að hreinsa æðarveggina og lækka þrýstinginn, en það er alveg nauðsynlegt fyrir jólin. Svo verður maður bara í Safari gallanum, hann er víður og þægilegur. Auk þess er ég búinn að kaupa flottan hatt

Nafnlaus sagði...

OMG pabbi! Trúi því sko alveg að þetta verði jóladressið þitt!!!
Kv. Eva

Asgeir sagði...

gott Eva enda er ég ekki vanur að segja eitthvað og gera annað. Svo er safarí gallinn bara flottur