Staða fjármála þjóðarinnar og heimila er mikið rædd í dag. Ef skoðað er aftur í tímann þá hafa fyrirtæki og heimili tekið lán fyrir hlutum sem hækkuðu stöðugt og veðsettu og keyptu meira. Því meira sem keypt var því meira hækkuðu eignir þínar. Hús kvóti fyrirtæki og nánast allt hækkaði í verði að raungildi. Ef ég hefði keypt tíu íbúðir eftir að mín hafði hækkað nógu mikið til að kaupa aðra þá hefði ég verið stóreignamaður áður en hrunið varð. Þetta voru kjöraðstæður fyrir braskara, áhættufíkla og þá sem voru í vandræðum og töldu sig þurfa að hætta öllu sínu.
Auðvitað voru sérvitringar eins og ég að keyra á bílum sem voru ekki keyptir á láni á meðan krakkar með yfirlætislegt glott keyrðu um á bílum sem þau áttu ekkert í og eru svo að lenda í að eiga minna en ekkert í, spáðu í það borga og borga og eignin er með öfugu formerki.
Það er fleira sem var eftirtektarvert fyrir þetta tímabil. Rekstur fyrirtækja var með þeim hætti að þau sem voru nógu djörf í braskinu með því t.d. að kaupa kvóta eða bara önnur fyrirtæki þurftu ekki að hagræða í rekstri frekar en þau kærðu sig um. Útgerðarmaðurinn sem átti kvóta, gat leigt frá sér eftir hendinni ef vantaði aur. Vegna þess að veiðiheimildir hækkuðu reglulega um tugi prósenta var nægur hagnaður í árslok. Svo er það annað mál að altalað er að útgerðamenn komu sér samann um að halda verðinu uppi með samráði, verði þeim að góðu nú. Þetta gerði úgerðarmönnum kleift að skulda margfalda ársframleiðslu, reksturinn var aukaatriði braskið númer eitt, og það gekk, en tæpast lengur. Bankamenn tóku penigna að láni erlendis á nokkra prósenta vöxtum og leigðu frá sér á margföldu álagi með td. kvóta að veði sem var metinn á helmingi hærra verði en í fyrra og þannig liðu árin. Þeir hafa verið eins og börnin sem horfa á raggettuna þjóta upp með miklum látum og trúa því að hún fari á þessum hraða til eilífðar. En þetta eru miklir gáfu menn sem aldrei fengu nóg borgað eða hossað nægjanlega á einn eða annan hátt.
Nú er kanski kominn sá tími að vel rekin fyrirtæki lifi og þeir sem voru bara í braskinu hverfi af sjónasviðinu og er það ágætt. Það er ömurlegt að horfa uppá fyrirtæki sem eru illa stjórnað rekstrarlega en blómstra svo á braski, skila ekki rekstrarhagnaði árum saman. Þeim bregður við núna. Reksturinn slakur bankarnir lokaðir skuldirnar í erlendu og í mörgum tilfellum margfaldar framleiðlsuverðmætum fyrirtækjanna á ársgrundvelli. Það sem maður óttast er að við förum inní tíma sem við munum eftir um 1987 með pólitískum afskiptum um hverjir megi lifa og hverjir ekki með byggðasjónarmiðum sem skálkaskjól og án allrar skinsemi eins og tamt er með pólitík.
Það er fleira sem var eftirtektarvert fyrir þetta tímabil. Rekstur fyrirtækja var með þeim hætti að þau sem voru nógu djörf í braskinu með því t.d. að kaupa kvóta eða bara önnur fyrirtæki þurftu ekki að hagræða í rekstri frekar en þau kærðu sig um. Útgerðarmaðurinn sem átti kvóta, gat leigt frá sér eftir hendinni ef vantaði aur. Vegna þess að veiðiheimildir hækkuðu reglulega um tugi prósenta var nægur hagnaður í árslok. Svo er það annað mál að altalað er að útgerðamenn komu sér samann um að halda verðinu uppi með samráði, verði þeim að góðu nú. Þetta gerði úgerðarmönnum kleift að skulda margfalda ársframleiðslu, reksturinn var aukaatriði braskið númer eitt, og það gekk, en tæpast lengur. Bankamenn tóku penigna að láni erlendis á nokkra prósenta vöxtum og leigðu frá sér á margföldu álagi með td. kvóta að veði sem var metinn á helmingi hærra verði en í fyrra og þannig liðu árin. Þeir hafa verið eins og börnin sem horfa á raggettuna þjóta upp með miklum látum og trúa því að hún fari á þessum hraða til eilífðar. En þetta eru miklir gáfu menn sem aldrei fengu nóg borgað eða hossað nægjanlega á einn eða annan hátt.
Nú er kanski kominn sá tími að vel rekin fyrirtæki lifi og þeir sem voru bara í braskinu hverfi af sjónasviðinu og er það ágætt. Það er ömurlegt að horfa uppá fyrirtæki sem eru illa stjórnað rekstrarlega en blómstra svo á braski, skila ekki rekstrarhagnaði árum saman. Þeim bregður við núna. Reksturinn slakur bankarnir lokaðir skuldirnar í erlendu og í mörgum tilfellum margfaldar framleiðlsuverðmætum fyrirtækjanna á ársgrundvelli. Það sem maður óttast er að við förum inní tíma sem við munum eftir um 1987 með pólitískum afskiptum um hverjir megi lifa og hverjir ekki með byggðasjónarmiðum sem skálkaskjól og án allrar skinsemi eins og tamt er með pólitík.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli