Fyrir mörgum árum var ég að vinna með manni sem átti tík sem var nýbúin að gjóta. Hann var með nokkra hvolpa sem hann var að reyna koma í fóstur. Þar sem hann var með hreinræktaðann labrador spurði ég hann hvort hann vildi ekki bara selja hvolpana og losna þannig við þá en það vildi hann ekki. Þar sem ég vissi að bróðir hans bjó í sveit þá nefndi ég þann möguleika, en það vildi hann alls ekki.
Ástæðan fyrir að hann vildi ekki láta bróður sinn hafa hvolpinn var að á bænum var gamall hundur fyrir, sem hafði þann leiða sið að gelta að bílum auk annara ósiða sem ekki var hægt að venja hann af. Það merkilega við þetta var að hundarnir sem höfðu verið á undan honum höfðu alla sömu ósiðna og hann, þó hafði bróðir hans gert tilraun til breytinga á hegðun árum saman. Þessi félagi minn var með skýringuna alveg á hreinu, hvolparnir læra af þeim eldri gott og slæmt.
Þessi saga kom í hugann þegar um er rætt að hluti fólks í landinu vill breytingar í íslenskum þjóðmálum og er manni hugsað til alþingis þar sem ungu þingmennirnir eru teknir til kennslu í háttum hvað má og hvað ekki, jafnvel kennt hvernig á að taka til máls. Þegar þeir eru svo búnir að vera undir leiðsögn gömlu hundanna þannig að þeir þori að tjá sig eru þeir verkfæri gamalla siða og ósiða, og að því er virðist til að fylla töluna á bekkjunum. Starf stjórnmálaflokka virðist vera eins. Ég man eftir til dæmis umræðunni um innrásina í Írak, þá komu ungir menn úr sama stjórnmálaflokki skipti eftir skipti í sjónvarpið og mæltu með innrásinni (og ef ég man rétt Bush) af krafti og með svipuðum hætti allir höfðu þeir sömu skoðun. Ef alþingis og embættismenn eru óhæfir í dag þá verða þeir næstu alveg eins eftir að það er búið að temja þá af gömlum hundunum sem búið er að gefast uppá. Það er ekki nóg að fá nýtt fólk, ef á að breyta vinnubrögðum það þarf að byrja frá grunni. Nýja flokka nýtt flokkstarf, en það er engin leið til að svo verði vegna þess að fólk er svo íhaldsamt þegar kemur að kostningum.
Hvað haldið þið að það dugi að henda peningum í amerísku bílaframleiðendurna? Allir vita að þeir framleiða ekki vinsælustu bílana hafa orðið undir í samkeppninni við önnur lönd í bílaframleiðslu síðastlinn 30 ár þrátt fyrir að vera staddir á aðalmarkaðnum fyrir bíla. Hafa lifað af forni frægð þjóðernishyggju og ívilnun í gjaldi á stóra bíla sem framlengdi lífi þeirra um nokkur ár. Þarna er komin löng saga af klúðri sem þarf að enda til að fá upphaf sem á sér von.
5. desember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli