Til hvers að vera með nefnd sem skilar frá sér svona rugli? Eru nefndarmenn á lyfjum eða koma þeir af annarri plánetu? Held að við ættum að leggja nefndina niður og leyfa fólki bara að ráða þessu sjálft, það sparast þá örugglega einhverjir aurar sem annars færu í að greiða fyrir svona vitleysu.
Þetta eru nýjust nöfnin sem leyfð eru hjá mannanafnanefnd.
STÚLKNANÖFN
Eggrún Bogey
Oddfreyja Örbrún
Dúfa Snót
Ljótunn Hlökk
Himinbjörg Hind
Randalín Þrá
Baldey Blíða
Bóthildur Brák
Loftveig Vísa
Þúfa Þöll
Þjóðbjörg Þula
Stígheiður Stjarna
Skarpheiður Skuld
Kormlöð Þrá
Ægileif Hlökk
Venus Vígdögg
Hugljúf Ísmey
Ormheiður Pollý
Geirlöð Gytta
Niðbjörg Njóla
DRENGJANÖFN
Beinteinn Búri
Dufþakur Dreki
Hildiglúmur Bambi
Fengur Fífill
Gottsveinn Galdur
Grankell Safír
Kaktus Ylur
Þorgautur Þyrnir
Melkólmur Grani
Ljótur Ljósálfur
Náttmörður Neisti
Hlöðmundur Hrappur
Hraunar Grani
Ráðvarður Otur
Reginbaldur Rómeó
Kópur Kristall
Þangbrandur Þjálfi
Sigurlás Skefill
Þjóðbjörn Skuggi
Hugsið ykkur eftir svona 20, 30, 40 ár hjá einhverju fyrirtæki þegar
fólk verður beðið um að hafa samband við Niðbjörgu Njólu á símanum eða
Kaktus Yl þjónustufulltrúa, Venus Vígdögg fjármálastjóra nú eða
sjálfan formanninn Náttmörð Neista. Eða lýtalækni að nafni Ljótur Ljósálfur.
Skrautlegt ekki satt.
Er það nema von að maður velti fyrir sér tilgangi mannanafnanefndar
sem á meðal annars að koma í veg fyrir að börn beri nöfn sem eru þeim til ama.
4. apríl 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
randalín rá gæti vel verð bakari
Skrifa ummæli