3. apríl 2008

Einn úr vinnunni

Ég var að útlista það fyrir starfsmanni af Pólskum ættum sem er búinn að vinna við að flaka kola hér í mörg ár að nú væri bara engin kolaveiði. Og hann spyr af hverju ekki Ásgeir? ja ...nú hefur bara ekki fiskast koli undanfarin ár og fer vestnandi, kanski hlínandi sjór og hann er annarstaðar, eða fæðuskilyrði eru ekki til staðar eða hrognin hans étin og svo er koli í miklu uppáhaldi hjá selnum og hann liggur austur á söndum og baðar sig reglulega og gæðir sér á kola af botninum í leiðinni??
Hann hugsar þetta svolitla stund og segir svo að þegar Gísli var verkstjóri þá vann hann svo mikinn kola að nú er þetta bara búið? Kanski hefur Gísli bara náð að útrýma öllum kolastofnum við ísland?

Engin ummæli: