17. apríl 2008

Skólahreysti

Ég tók áskorun frá Guðrúnu og fórum við saman í Laugardalinn á úrsllitakeppnina í Skólahreysti. Þetta var hin besta skemmtun . Þó fannst manni vanta aðeins broddinn í þetta og hafði á tilfinninguna að þetta væri hefðbundinn liður eins og vengjulega. Jónsi með frasana of svo frv. það var meiri frumkraftur í þessu, en einlægni barnanna var til staðar. Sennilega með þetta eins og margt annað t.d. Idolið og ætli Bubbi fari annan rúnt? Stuðmenn leituðu að látúnsbarka nokkur skipti og sv. frv. Sumar endurtekningar þola ekki mörg skipti. Þó var hægt að framleiða 250 svipaða þætti af Dallas, margir voru hættir að horfa, en amma hefði sennilega horft á aðra 250 ef leikararnir hefðu bara nennt þessu. Þetta hefur eitthvað með spennu og auglýsingar að gera, sýna nekt og búa til slúður og fl. Allavega við Guðrún sátum í höllinni allan tímann og rukum svo á flugvöllinn og sóttum Tinnu sem er að fara að keppa í sínu fagi í Íslandsmóti Iðnnema um helgina eins og minnst var á í Mogganum í dag.

Engin ummæli: