Sumarið er komið og Tinna og Gummi búin að fá sér hund. Auðvitað koma nánari fréttir af hvutta seinna. Við hjónin erum að leita að sígaunatuskukerru (tjaldvagni) og eru allar ábendigar vel þegnar. Ætlunin er að fara hringinn í sumar þegar Linda frænka Sigrúnar kemur í heimsókn frá USA.
Trukkabílstjórar eru enn hissa á að ekki skuli vera farið eftir því sem þeir vilja og að allt skuli ekki snúast um þá. Sennilega aldrei verið eins mikið talað um lítið með eins mikilli áherslu og ákafa. Það er engin furða að sumir fljóti með og segi "já þetta getur ekki gengið svona".
Þeir sem eiga einbýlis og raðhús vita hvað þeir eiga að gera næstu mánuðina, mála glugga hreinsa rusl klippa runna kaupa mold í beðin og fl. Við hin reynum bara að njóta lífsins við aðra hluti, t.d. útivist göngutúrar hjólatúrar veiði og fara í sund og höfun ekkert samviskubit út af því að hafa ekki borið á þakskyggnið áburðinum á túnið mosinn á milli hellnanna. Gleðilegt sumar allir landsmenn.
24. apríl 2008
19. apríl 2008
Keppni Iðnnema
Eldri dóttirin kom suður til að taka þátt í Íslandsmóti iðnnema og stóð sig með stakri prýði eins og henni einni er lagið þó hún hafi ekki lent í 1 sæti. Það var smá stess í gangi á heimilinu í dag áður en tilkynnt var hver hefði unnið, henni kveið einna helst að ef hún mundi vinna þá þyrfti hún að fara og taka á móti verðlaununum, hún fékk samt viðurkenningu og flottar teiknigræjur sem hún getur tengt við tölvuna sína.
Fórum með örverpið í dans og horfðum á hana dansa listavel, gaman að sjá hvað það eru margir sem æfa dans, framundan er Íslandsmeistaramót í dansi og er töluverð spenna að vita hvort hún geti dansað þar eins og vinkonurnar, en hún hefur verið frekar óheppin með dans"herra" það er víst ekki of mikið af strákum í hennar hæð sem eru að æfa dans. Þetta skýrist allt í vikunni, danskennarinn ætlar að ath hvað hún getur gert fyrir hana.
Skruppum svo í speltvöfflur í Flúðaselið, við fundum engan mun hvort það var venjulegt hvítt hveiti eða spelt, mjög góðar vöfflur. Barnabarni lék á alls oddi eins og venjulega, hann er alltaf svo glaður að sjá ömmu, afa og Guðrúnu.
En nú er vorið örugglega komið og þangað til næst....amma kveður.
Fórum með örverpið í dans og horfðum á hana dansa listavel, gaman að sjá hvað það eru margir sem æfa dans, framundan er Íslandsmeistaramót í dansi og er töluverð spenna að vita hvort hún geti dansað þar eins og vinkonurnar, en hún hefur verið frekar óheppin með dans"herra" það er víst ekki of mikið af strákum í hennar hæð sem eru að æfa dans. Þetta skýrist allt í vikunni, danskennarinn ætlar að ath hvað hún getur gert fyrir hana.
Skruppum svo í speltvöfflur í Flúðaselið, við fundum engan mun hvort það var venjulegt hvítt hveiti eða spelt, mjög góðar vöfflur. Barnabarni lék á alls oddi eins og venjulega, hann er alltaf svo glaður að sjá ömmu, afa og Guðrúnu.
En nú er vorið örugglega komið og þangað til næst....amma kveður.
17. apríl 2008
Hvað á ungt fólk sameiginlegt með Jesú?
Maður er spurður spjörunum úr allan daginn og svo kom að því að maður hafði bara ekki eina einustu hugmynd um svarið. Gengið var þétt að mér og spurt "hvað er sameiginlegt með Jesú og börnum í dag? Ha! já hvað.......... og ekkert svar....
Nú báðir fara ekki að heiman fyrr en komið er á fertugsaldur og ef eitthvað er gert þá er það kallað kraftaverk!
Nú báðir fara ekki að heiman fyrr en komið er á fertugsaldur og ef eitthvað er gert þá er það kallað kraftaverk!
Skólahreysti
Ég tók áskorun frá Guðrúnu og fórum við saman í Laugardalinn á úrsllitakeppnina í Skólahreysti. Þetta var hin besta skemmtun . Þó fannst manni vanta aðeins broddinn í þetta og hafði á tilfinninguna að þetta væri hefðbundinn liður eins og vengjulega. Jónsi með frasana of svo frv. það var meiri frumkraftur í þessu, en einlægni barnanna var til staðar. Sennilega með þetta eins og margt annað t.d. Idolið og ætli Bubbi fari annan rúnt? Stuðmenn leituðu að látúnsbarka nokkur skipti og sv. frv. Sumar endurtekningar þola ekki mörg skipti. Þó var hægt að framleiða 250 svipaða þætti af Dallas, margir voru hættir að horfa, en amma hefði sennilega horft á aðra 250 ef leikararnir hefðu bara nennt þessu. Þetta hefur eitthvað með spennu og auglýsingar að gera, sýna nekt og búa til slúður og fl. Allavega við Guðrún sátum í höllinni allan tímann og rukum svo á flugvöllinn og sóttum Tinnu sem er að fara að keppa í sínu fagi í Íslandsmóti Iðnnema um helgina eins og minnst var á í Mogganum í dag.
4. apríl 2008
Nöfn
Til hvers að vera með nefnd sem skilar frá sér svona rugli? Eru nefndarmenn á lyfjum eða koma þeir af annarri plánetu? Held að við ættum að leggja nefndina niður og leyfa fólki bara að ráða þessu sjálft, það sparast þá örugglega einhverjir aurar sem annars færu í að greiða fyrir svona vitleysu.
Þetta eru nýjust nöfnin sem leyfð eru hjá mannanafnanefnd.
STÚLKNANÖFN
Eggrún Bogey
Oddfreyja Örbrún
Dúfa Snót
Ljótunn Hlökk
Himinbjörg Hind
Randalín Þrá
Baldey Blíða
Bóthildur Brák
Loftveig Vísa
Þúfa Þöll
Þjóðbjörg Þula
Stígheiður Stjarna
Skarpheiður Skuld
Kormlöð Þrá
Ægileif Hlökk
Venus Vígdögg
Hugljúf Ísmey
Ormheiður Pollý
Geirlöð Gytta
Niðbjörg Njóla
DRENGJANÖFN
Beinteinn Búri
Dufþakur Dreki
Hildiglúmur Bambi
Fengur Fífill
Gottsveinn Galdur
Grankell Safír
Kaktus Ylur
Þorgautur Þyrnir
Melkólmur Grani
Ljótur Ljósálfur
Náttmörður Neisti
Hlöðmundur Hrappur
Hraunar Grani
Ráðvarður Otur
Reginbaldur Rómeó
Kópur Kristall
Þangbrandur Þjálfi
Sigurlás Skefill
Þjóðbjörn Skuggi
Hugsið ykkur eftir svona 20, 30, 40 ár hjá einhverju fyrirtæki þegar
fólk verður beðið um að hafa samband við Niðbjörgu Njólu á símanum eða
Kaktus Yl þjónustufulltrúa, Venus Vígdögg fjármálastjóra nú eða
sjálfan formanninn Náttmörð Neista. Eða lýtalækni að nafni Ljótur Ljósálfur.
Skrautlegt ekki satt.
Er það nema von að maður velti fyrir sér tilgangi mannanafnanefndar
sem á meðal annars að koma í veg fyrir að börn beri nöfn sem eru þeim til ama.
Þetta eru nýjust nöfnin sem leyfð eru hjá mannanafnanefnd.
STÚLKNANÖFN
Eggrún Bogey
Oddfreyja Örbrún
Dúfa Snót
Ljótunn Hlökk
Himinbjörg Hind
Randalín Þrá
Baldey Blíða
Bóthildur Brák
Loftveig Vísa
Þúfa Þöll
Þjóðbjörg Þula
Stígheiður Stjarna
Skarpheiður Skuld
Kormlöð Þrá
Ægileif Hlökk
Venus Vígdögg
Hugljúf Ísmey
Ormheiður Pollý
Geirlöð Gytta
Niðbjörg Njóla
DRENGJANÖFN
Beinteinn Búri
Dufþakur Dreki
Hildiglúmur Bambi
Fengur Fífill
Gottsveinn Galdur
Grankell Safír
Kaktus Ylur
Þorgautur Þyrnir
Melkólmur Grani
Ljótur Ljósálfur
Náttmörður Neisti
Hlöðmundur Hrappur
Hraunar Grani
Ráðvarður Otur
Reginbaldur Rómeó
Kópur Kristall
Þangbrandur Þjálfi
Sigurlás Skefill
Þjóðbjörn Skuggi
Hugsið ykkur eftir svona 20, 30, 40 ár hjá einhverju fyrirtæki þegar
fólk verður beðið um að hafa samband við Niðbjörgu Njólu á símanum eða
Kaktus Yl þjónustufulltrúa, Venus Vígdögg fjármálastjóra nú eða
sjálfan formanninn Náttmörð Neista. Eða lýtalækni að nafni Ljótur Ljósálfur.
Skrautlegt ekki satt.
Er það nema von að maður velti fyrir sér tilgangi mannanafnanefndar
sem á meðal annars að koma í veg fyrir að börn beri nöfn sem eru þeim til ama.
3. apríl 2008
Einn úr vinnunni
Ég var að útlista það fyrir starfsmanni af Pólskum ættum sem er búinn að vinna við að flaka kola hér í mörg ár að nú væri bara engin kolaveiði. Og hann spyr af hverju ekki Ásgeir? ja ...nú hefur bara ekki fiskast koli undanfarin ár og fer vestnandi, kanski hlínandi sjór og hann er annarstaðar, eða fæðuskilyrði eru ekki til staðar eða hrognin hans étin og svo er koli í miklu uppáhaldi hjá selnum og hann liggur austur á söndum og baðar sig reglulega og gæðir sér á kola af botninum í leiðinni??
Hann hugsar þetta svolitla stund og segir svo að þegar Gísli var verkstjóri þá vann hann svo mikinn kola að nú er þetta bara búið? Kanski hefur Gísli bara náð að útrýma öllum kolastofnum við ísland?
Hann hugsar þetta svolitla stund og segir svo að þegar Gísli var verkstjóri þá vann hann svo mikinn kola að nú er þetta bara búið? Kanski hefur Gísli bara náð að útrýma öllum kolastofnum við ísland?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)