6. mars 2007

Myndir






Þetta eru aðaldúllurnar mínar, ég get endalaust tekið myndir af þeim. Núna þessa dagana og vikurnar verð ég að passa Vilhelm eftir vinnu hjá mér, ég næ í hann til dagmömmunnar og hann er hjá mér þangað til pabbi hans kemur að ná í hann eða ég fer með hann heim. Hann er afskaplega góður strákur og þarf ég lítið að hafa fyrir honum. Bara að passa upp á að hann fái að borða reglulega!
Núna er hann vaknaður, fékk sér bjútíblund út í vagni, og pabbi hans alveg að koma og ná í hann og ég þarf að skreppa í hesthúsið þegar hann er farinn, svo þetta verður ekki lengra í dag.
Þangað til næst............amma kveðjur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vilhelm skrifar:
Amma! Takk, takk og aftur takk fyrir að passa mig....