11. janúar 2007

Vetrarfærðin

Það hefur verið frekar erfitt að fara til vinnu frá Kópavogi til Þorlákshafnar þessa dagana og verður þá bara að fara fyrr af stað. Það sem kemur á óvart er að það er ekki búið að ryðja veginn um þrengslin 6:30 á morgnanna, en hins vegar eru aðalgötur Kópavogs þegar ruddar þegar ég fer af stað um kl 6.
En auðvitað er ekki alltaf snjókoma og suma morgna er er stjörnubjart eins og
i morgun og þá er gaman að reyna að sjá flottar stjörnur og í morgun var ég að reyna að finna þessa halastjörnu á himninum sem var í sjónvarpinu í gærkvöldi en hætti því þegar bíllinn var kominn út í kant og tók smá skrans, ég horði á veginn eftir það. Þegar komið er til Þorlákshafnar eru snjóruðningsmenn að hefja sín störf, greinilega ekki eins snemma á ferðinni þar.

Engin ummæli: