Frumburðurinn 25 ára í dag, til hamingjuj með daginn snúllinn minn. Já þetta er fljótt að líða finnst eins og hann hafi fæðst í gær. En þetta hlítur að segja mér að ég sé að eldast sem mér finnst nú reyndar alveg stórfurðulegt, lífið rétt að byrja hjá mér........
Jæja skildi vera komin vetur á Íslandi?? Alla vega þá snjóar alveg rosalega mikið núna, þykk og falleg snjókorn, bara að það fari nú ekki að blása og skafa. Afhverju gat þetta ekki komið um jólin? Nú hljóta skíðamenn sunnanlands að gleðjast, kannski maður fari að gramsa í bílskúrnum og ath hvort hægt sé að grafa þau (skíðin) upp úr þykku lagi af ryki! Hef ekki stigið á skíði síðan sautjánhundruðogsúrkál......
Og auðvitað haga Íslendingar sér í umferðinni eins og það hafi aldrei fallið snjór á höfuðborgarsvæðinu. Sextán umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík á tveimur klukkustundum í dag eða frá klukkan tuttugu mínútur yfir tólf til tuttugu mínútur yfir tvö, sem betur fer öll minniháttar.
Jæja þá þarf amma gamla að fara á rúntinn og ná í Guddu á æfingu. Sí jú leiter........(nú verð ég skömmuð fyrir að sletta á síðunni hans afa en ég er lögleg, er nefnilega 1/2 kani hahahahaha).
11. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gaman ad sjá ad gamla fólkid er líka komid med blogg;)
Kíki sko higad vid taekifaeri til ad kanna hvad tid erud ad bralla;)
Til hamingju med tetta!!!!
Skrifa ummæli