Hvað ætli það séu margir sem vinna hjá framleiðslu og þjónustuaðilum sem eru ekki beint tengdir eigendum? Þá er ég að hugsa um hópa eins og t.d. ríkisstarfsmenn, alþingismenn, bæjarstarfsmenn, starfsmenn verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og fl. einnig fyrirtækja sem þurfa bara að vera til og sína fram á kostnað og fá hann greiddan án mikils eftirlits frá þeim er verkið kaupir. Og er þá verkaupi t.d. bæjarfélag eða fyrirtæki sem er í vernduðu umhverfi og dettur manni þá í hug tryggingarfélag eða einokunar-úrvinnslufyrirtæki tengt landbúnaði.
Það er kanski fljótlegra að telja upp þá sem eru að vinna í samkeppni? Gaman væri að fá ykkar álit á þessum fjölda, en ég væri ekki hissa ef þetta er um 30-40% vinnuafls þar sem menntakerfið, heilbrigðisgeirinn, löggæsla, bæjarstarfsmenn, eru fjölmennar starfsstéttir.
Sem betur fer eru ríkisfyrirtæki seld og vonandi að þau endi ekki sem samráðsfélög þegar frá hverfur en það er bara bætt við á jötuna jafnóðum, sendiráðum og kostnaður ráðuneyta eykst stórlega og vegur upp það sem er lagt niður.
Já, sími og bankar seldir en þá er ríkið komið í virkjanir og álbrask, alveg örugglega eru ráðherrar og co ekki þeir aðilar sem best er treystandi til að fjárfesta með pengum annara og reka virkjanir. Enda farið af stað undir kjördæmis-söngnum "atvinnuleysi og við verðum að fá eitthvað vegna þess að hinir fengu síðast" Það kanski sást best á rekstri bankanna hjá þessum aðilum hvers þeir eru megnugir og svo þegar þessir ríkisstarfsmenn fóru að selja þá gleymdist t.d. listaverkasafn Landsbankans alveg og sýnir hvaða hug menn voru með við þessa sölu (dofnir eins og bensíntittir um hávetur).
Ekki má skilja þessi skrif sem svo að þetta sé slæmt fólk og nenni ekki að vinna, heldur liggur eðlismunur í þeirri starfsemi sem er í samkeppni og þeirra sem svífa um í verð-samráði eða undir eftirliti almennings með 4 ára kostningar sem aðhald.
Fyrir kostningar er ekki spurt um hvernig farið var með peninginn heldur:... hverju getur þú lofað mér. Verðsamráðið fer að ganga út á samráðið sjálft frekar en hagræðingu og hætta á að þau fyrirtæki líkist fljótt bákni þar sem aldrei þrengir að og hægt er að redda óþægindum eins og peningaleysi með hækkun á framlegð eða álagnigu t.d. um 1-2% á línuna og svo er bara svifið áfram á skýi og passa sig á að mæta á réttu fundina.
12. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli